Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
Gleði og Þróttur. Daglegt jafnlyndi virtist vera honum
meðfætt. Hvenær, sem hann var ávarpaður í léttum tón,
hlaut það jákvæða undirtékt. Glettnisblandin gamansemi
virtist vera honum tiltæk. Að blanda geði við nágranna á
hliðstæðu þroskastigi var honum lcært. Foreldrar hans, sem
eru enn á lífi, sýndu fljótt heimili mínu órofa tryggð, sem
birtust í minnisverðum atriðum.
Þessi umgetna vináttutaug milli heimila okkar Hauks
birtist eitt sinn á eðlilegum tímamótum í ferli hans. Þegar
hann var kominn á fimmtánda aldursár, skrifaði ég honum
og fór fram á veru hans á heimili mínu næsta sumar en
lét þess getið, að mér mundi ekki bregða við neikvætt svar,
hann væri að vaxa upp úr því, að vera léttadrengur á sveita-
bæ. Svar við þessu var það, að móðir Hauks bauð mér
annan son sinn næsta sumar, sem var yngri að árum. Sá
drengur var hjá okkur eitt sumar. Hann var afburðadugleg-
ur, en sjórinn tók hann mörgum áratugum fyrir aldur fram.
Hann hafði valið sér þar starfsvettvang.
Starfshneigð hvers einstaklings er, sem kunnugt er, mjög
misjöfn. Fjölhæfni og einbeitni skiptast þar á, og leiðin
til að finna sjálfan sig í ævistarfi er ekki alltaf jafn greið-
fær og glögg. Þegar ég var samvistum við Hauk Ingimars-
son hugleiddi ég stundum með sjálfum mér „hvað hann
mundi verða“, eins og það er stundum orðað. Mér fannst,
að fjölhæfnin væri ríkari á metum, heldur en einhver af-
burða einskorðun, þess vegna mundi það ekki verða mikið
aðalatriði, hvaða ævistarf hann veldi, heldur hitt, sem og
jafnan, að gæfan væri með. Og mér fannst eðlilegt, þegar
ég frétti, að það var iðnneminn, sem bjó sig þarna undir
manndómsárin.