Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
Nú hefur því Kristinn skipað öndvegið jafnlengi og sá,
sem lengst átti það áður. Hins vegar mun enginn hafa enn
verið lengur samfellt í stjórn en Árelíus. Hann kom í stjórn-
ina 1955, en gaf ekki kost á sér í stjórnarkjör 1976 eða
síðan.
Kristinn er vinsæll formaður, lipur, glaðvær, vökull og
góðgjarn í hverju því, sem til heilla mætti verða og heiðurs,
bæði félaginu og heimahögum. Undir stjórn hans hefur
unga fólkinu í Breiðfirðingafélaginu fjölgað. En það er
eitt hið besta í hverju átthagafélagi. Án þátttöku æskunn-
ar eru þessi félög dauðadæmd.
Annars má einnig segja, að síðan tíu manna stjórn var
hreytt í sjö manna forystu 1965 hafi ein sýsla þar alveg
yfirtökin.
Nú munu allir stjórnarmenn úr Dalasýslu eins og mynd
og nöfn í 35. árgangi sýna.
Segja má að þar hafi mjög gott fólk valist í sæti eins og
Breiðfirðingafélagið hefur jafnan notið.
En samt hefur þessi þróun fyrir svo víðlend héruð, sem
félagssvæðið og nafn þess nær yfir, bæði kosti og galla í
för með sér.
Eining og samstaða getur að sjálfsögðu orðið meiri. En
hópurinn þrengist og víðsýnið getur glatast. Viðfangsefnin
orðið færri og smærri.
Stærsta og erfiðasta vandamálið þessi síðustu ár er
heimilisleysið, ef svo má orða aðstöðu allra félagsmála,
síðan Breiðfirðingabúð var svo að segja úr sögunni og all-
ar samkomur á hrakhólum út um borgina og varla hægt að
segja, hvar næst fengist athvarf.
í stjórnarliði Kristins hefur Þorsteinn Jó'hannsson frá