Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
En þó sérstaklega til hvatningar þess, að koma því í verk
í framtíðinni, sem mistókst eða ógert er ennþá. Þar gnæfa
vissulega menningarmálefnin hæst.
Saga hins liðna og samstarf á ókomnum tímum af við-
sýnu fórnfúsu fólki undir samstilltri, dáðríkri stjón. „Allt
er fertugum fært.“
Tímaritið Breiðfirðingur
hefur komið út öll þessi ár og sýnir mest sig best sjálfur
Hann er hesta heimildin um starfsemi félagsins frá upp-
hafi og fram á þennan dag og þannig sá.þráður, sem tengir
nútíð, fortíð og framtíð.
Sr. Árelíus hefur verið ritstjóri hans síðan 1954 eða í
24 ár, eða nákvæmlega aldarfjórðung sé miðað við ár-
tölin á heftum tímaritsins. Og síðustu árin hefur hann ann-
ast hann einn að öllu, með aðstoð gjaldkera félagsins, Þor-
steins Jóhannssonar. En hann hefur séð um dreifingu í
hverfin, með starfi hverfisstjóra, sem annast innheimtu ár-
gjalda.
Síðasti framkvæmdastjóri dreifingar á Breiðfirðingi var
Ólafur Guðmundsson, sem ásamt Herdísi Jónsdóttur, konu
sinni sá um söfnun auglýsinga og innheimtu.
Nú er stöðugt að aukast eftirspurn eftir ritinu, einkum
eldri árgöngum. En því miður er það allt að ganga til
þurrðar.
Svo bráðlega verða gömul Breiðfirðingahefti orðin dýr-
mæt og vandfengin til eignar.
í sambandi við Breiðfirðing er rétt að minna á útvarps-
þátt, sem á fyrri árum félagsins þótti sérstækt verkefni og