Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 64
62
BREI8FIRÐINCUR
ast sem kennari á umræddan bæ, frá áramótum til sumar-
mála. Anna tók beiðninni, þar sem ekkert var til fyrirstöðu
að bún gæti það. Hún lagði af stað með landpóstinum í tví-
sýnu veðurútliti. Benedikt bróðir hennar hennar var í fylgd
með henni, en hann ólst upp á Broddanesi. Þau hrepptu
blindhríð á Tröllatunguheiði, komust klaklaust til bæja, þó
hrakin. Og á leiðarenda komt Anna og hóf sitt starf strax
daginn eftir, með nóg af nemendum í kringum sig á öllum
aldri og eftir því sem húsrúm leifði. Á þessu heimili kenndi
Anna til vors, en hvarf þá aftur heim að Broddanesi, þar
sem lífsgátan mikla var þegar ráðin, hún var heitbundin
Þorsteini Brynjólfssyni á Broddadalsá. Þau gengu í hjóna-
band 1914 og fluttu sama vor að Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd, sem leiguliðar á fjórða part þeirrar jarðar, seinna
keyptu þau jarðarpartinn.
Aður en þau 'hjón eignuðust sitt fyrra barn tóku þau að
sér tveggja ára gamlan dreng, foreldrar hans voru fátæk
og áttu mörg börn, þau voru aðeins beðin fyrir hann um
tíma, en hann ílentist hjá þeim Önnu og Þorsteini og höfðu
þau bæði mikið ástríki á drengnum, enda var hann snemma
skýr og skemmtilegur, þeim hjónunum varð tveggja barna
auðið, fyrst eignuðust þau dreng, hann lést tveggja ára
gamall úr mislingum, hann hét Friðrik. Svo eignuðust þau
dóttir, hún heitir Ragnheiður Stefanía (alltaf kölluð Ragna).
Þegar hún var ársgömul skyldust leiðir þeirra hjóna. Þeim
dyrum var vandlega læst, faún fól þögninni það mál, sem
og annað mótdrægt er henni mætti á lífsleiðinni. Anna hélt
áfram búskap í Ytri-Fagradal þó hún væri orðin ein með
dóttur sína, fósturson og móður sína aldraða á framfæri.
Enn þá er Anna bjartsýn og dugmikil, dóttur sinni, fóstur-