Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
Sannarlega er 'þetta fögur og göfug lífsstefna, sem þetta
unga fólk í afskekktri og einangraðri sveit hefur sett sér.
Oskir þess vermast af ættjarðarást, drengskap og fórn-
arlund.
Og þannig varð þetta í framkvæmd. Og þótt erfitt yrði
til verklegra umsvifa, þá má segja eftir hálfa öld, að allir
hafi vaxið af þessum heitum og verið hugsjónum og stefnu-
skrá félagsins trúir. Vaxandi vísir til menningar Islands.
Þetta fólk byggði eða öllu heldur reisti á fyrsta áratug
félagsins lítið samkomuhús. En slíkt mannvirki, svonefnt
þinghús fyrri á öldum, hafði aldrei frá landnámsöld verið
til í Múlasveit.
Margir lögðu mikið til húsbyggingarinnar, þegar þess
er gætt, að fæstir unnu fyrir kaupi og allir voru eigna-
lausir.
Ég man einn sem lagði allt árskaupið sitt, sem mun
hafa verið 100 krónur til hússins. Það var Guð'björn Jó-
hannesson í Kvígindisfirði, fósturbróðir minn.
Margir gerðu eittihvað svipað. En sjálfur hafði ég -—
formaðurinn ekkert kaup. Sömuleiðis taldist sjálfsagt að
fórna tíma og kröftum meira að segja í næturvinnu til
sjálfboðaliðsstarfs við aðdrætti efnis og fleira.
Fyrst var -húsið reist á Sigmundareyri við Skálmars-
dalsá og þó ekki fullgjört þar.
En að ári liðnu var það flutt og endurbætt á þingstað
'hreppsins, Vattarnesi.
Vakti það raunar mikinn ágreining og jafnvel úrsagnir.
En orsökin til flutningsins var sú, að um leið gekk hrepps-
félagið og sveitarsjóður til samstarfs og húsið varð fund-