Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Hún skildi allt og átti ráð í trú og von í hverjum vanda.
Traust og trygg, góð og hljóð. Hún er mér enn ímynd
hins góða skriftavinar oífar öllum formum og vígslum,
en hafði samt aldrei komið út úr sveitinni okkar til dvalar.
Skálmardalur er mér best í minni meðan Guðmundur
Einarsson, bróðir hennar mömmu og Guðný Jóhannsdóttir
frá Kirkjubóli bjuggu þar. En það var um áratugi.
Mér fannst Guðný svo menntuð. Hún var víst lærð ljós-
móðir. En best man ég hana sem frændkonu og bestu vin-
konu fóstru minnar. Mörg var ferðin yfir að Skálmardal.
Ekki síst, éf gesti bar óvænt að garði heima í Kvígindis-
firði og langt liðið frá kaupstaðaferð til Flateyjar og
hvorki baun né moli til í okkar koti.
En Guðný í Skálmardal var al'ltalf birg. Það var mér
alltaf ráðgáta og er enn. Stundum þegar ég var lítill, hélt
ég ’hún ætti að einhverja húldukonu frammi í dal eða
uppi í Felli.
Hún var flestum fremur mín eða okkar, huldukonan,
sem vissi allt og átti allt.
Hennar bær var í þjóðbraut, sem kállað var og þar
gisti Sumarliði póstur, frægasti maður eða öllu heldur
gestur í Múlasveit.
Seinna tóku synir Guðnýjar, einkum Jón við búi í
Skálmardal og gerði þar miklar jarðábætur. Líklega var
þó Bæring frá Kirkjubóli og konan hans, hún Lukka,
síðustu bændahjónin í Skálmardal. Þeim hafði búnast þar
vel, samvalin að dug og dáðum.
Vattarnes var íþingstaður og brennidepill hreppsins. Þar
byggði Ungmennafélag Múlasveitar samkomuhús sitt um
1930. Þetta er eina þinghús, sem byggt hefur verið í sveit-