Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 105

Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 105
BREIfiFIRBINGUR 103 Ég held, að Haukur hafi notoð jákvæðra áhrifa með veru sinni í sveit á efri árum bernsku sinnar, án þess að nokkur dómur sé lagður á þau heimili, sem hann dvaldi á. Otruflað útsýni stóð fyrir sínu. Sambandið við húsdýrin myndaði oft léttfarinn veg. Það var nokkuð sama, hvort að kýrnar voru reknar í haga, hlaupið var innan um nýfædd lömb og mæður þeirra eða hesturinn beislaður og honum riðið til heimilisþarfa með heimilisrakkann til fylgdar. Alls staðar vor vorhugans barn með vaxandi þrótti. Seinasta haustið, sem Haukur var hjá mér á Skerðings- stöðum lét ég hann fara í eftirleit á Glerárskógafjall. Ég var sjálfur bundinn við starf heima og hafði ekki öðrum á að skipa en honum, og allir verkfærir karlmenn í hreppn- um voru önnum kafnir. En um miðjan dag versnaði veður. Bleytukafald þakti fjalllendi hrími eða snjó. Sími var þá ekki kominn á alla bæi í sveitinni og því ekki hægt að fylgjast með ferðum letarmanna nema á takmarkaðan hátt. Ég þekkti vel til á afrétt þeirri, sem ég sendi Hauk á. Eg vissi, að þar mundi vera þoka nokkur auk kafalds. Dagur leið að kvöldi. Langt var komið fram yfir þann tíma, sem leitarmenn voru komnir til byggða í góðu veðri. Ég fór að iðrast eftir að hafa sent drenginn í svo ótryggðu veður- útliti. Mér var órótt og ekki síður konu minni. Ég lagði því á hest og fór af stað. Ekki hafði ég lengi farið, þegar ég mætti Hauki og öðrum leitarmanni með honum. Einn fullorðinn maður hafði týnst í leitinni, vegna 'þoku, og hafði það tafið ferðir hinna. Ég hafði beðið ákveðinn mann fyrir Hauk áður en leitin hófst. Lét sá maður Hauk ekki fara frá sér, þegar dimmast var. Minnisstæð er spenn- an, sem Haukur var haldinn, þegar hann kom heim. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.