Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 105
BREIfiFIRBINGUR
103
Ég held, að Haukur hafi notoð jákvæðra áhrifa með
veru sinni í sveit á efri árum bernsku sinnar, án þess að
nokkur dómur sé lagður á þau heimili, sem hann dvaldi á.
Otruflað útsýni stóð fyrir sínu. Sambandið við húsdýrin
myndaði oft léttfarinn veg. Það var nokkuð sama, hvort að
kýrnar voru reknar í haga, hlaupið var innan um nýfædd
lömb og mæður þeirra eða hesturinn beislaður og honum
riðið til heimilisþarfa með heimilisrakkann til fylgdar. Alls
staðar vor vorhugans barn með vaxandi þrótti.
Seinasta haustið, sem Haukur var hjá mér á Skerðings-
stöðum lét ég hann fara í eftirleit á Glerárskógafjall. Ég
var sjálfur bundinn við starf heima og hafði ekki öðrum
á að skipa en honum, og allir verkfærir karlmenn í hreppn-
um voru önnum kafnir. En um miðjan dag versnaði veður.
Bleytukafald þakti fjalllendi hrími eða snjó. Sími var þá
ekki kominn á alla bæi í sveitinni og því ekki hægt að
fylgjast með ferðum letarmanna nema á takmarkaðan hátt.
Ég þekkti vel til á afrétt þeirri, sem ég sendi Hauk á. Eg
vissi, að þar mundi vera þoka nokkur auk kafalds. Dagur
leið að kvöldi. Langt var komið fram yfir þann tíma, sem
leitarmenn voru komnir til byggða í góðu veðri. Ég fór
að iðrast eftir að hafa sent drenginn í svo ótryggðu veður-
útliti. Mér var órótt og ekki síður konu minni. Ég lagði
því á hest og fór af stað. Ekki hafði ég lengi farið, þegar
ég mætti Hauki og öðrum leitarmanni með honum. Einn
fullorðinn maður hafði týnst í leitinni, vegna 'þoku, og
hafði það tafið ferðir hinna. Ég hafði beðið ákveðinn
mann fyrir Hauk áður en leitin hófst. Lét sá maður Hauk
ekki fara frá sér, þegar dimmast var. Minnisstæð er spenn-
an, sem Haukur var haldinn, þegar hann kom heim. Hann