Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
Kvöldvö'kurnar í baðstofunni heima, sem alltaf lauk
með hugvekju, bæn og söng eru besti skóli minnar ævi.
Og húsfreyjan í Kvígindisfirði, bún María, mamma mín,
með brúnu blíðu augun og hrokkna, rauðgullna hárið, hljóð
og þreytt, en stundum svo glöð og alltajf góð, verður sífellt
meiri við samanburð við allar aðrar á mínum vegi, þótt
hún væri lágvaxin, lotin og beygð.
Og systir mín eða fóstursystir Ólöf Sigurbjörg síðasta
húsfeyjan í Kvígindisfirði var svo rótgróin á bernskubæn-
um sínum, að allur auður og lystisemdir heimsins urðu
hjóm í hennar augum í samanburði við sóley vallarins,
fossinn í læknum og fína steinhúsið, sem trónaði á bæjar-
hólnum.
En samt varð hún að fara. Börnin hennar átta, öll kom-
in suður.
Samt kallar bærinn við voginn og hraunið heim, heim
hvert vor um leið og fossinn er laus úr fjötrum skaflsins.
Meira að segja Guðbjörn fangavörður, fósturbróðir okkar
lítur þangað með lotningu. hvað þá heldur Einar, elsti son-
ur Ólafur og fóstursonur Maríu. Hann á nú mestan hluta
Svínaness og Kvígindisfjarðar. Einu sinni hefði það þótt
góð eign, og ihann sennilega nefndur Einar ríki!
Svínanes skartar móti suðri við norðanverðan Breiða-
fjörð. Þess er líka getið í Landnámu. Þar hafði Geirmund-
ur heljarskinn, kóngsson svínabú sitt. Vart getur fegra út-
sýni urn fjallakögur fjarðarins breiða.
Þar man ég fyrst eftir foreldrum fósturföðurs míns,
Sæunni Sæmundsdóttur og Guðmundi Guðmundssyni hrepp-
stjóra Múlasveitar um og eftir aldamót. (Sjá 6. árg. Breið-
firðings bl. 110).