Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
En nægileg þátttaka fékkst ekki. Og þar með var fram-
kvæmdin kæfð í fæðingu.
Breiðfirðingafélagið lét samt ekki bugast. Voru hin fé-
lögin ekki fær til samstarfs, þá skyldi það eitt leggja í
strauminn og standast öll boðaföll.
Bréf, dagsett á sumardaginn fyrsta eða nánar tiltekið 24.
apríl 1944, undirritað af stjórn Breiðfirðingafélagsins, fór
hinni upp'haflegu undirbúningsnefnd húsmálsins að starfa
áfram.
En í þeirri nefnd voru þeir, sem mestn áhuga og fórnar-
lund sýndu þegar í upphafi:
Guðmundur Andrésson, gullsmiður.
Guðmundur Guðmundsson.
Hjálmtýr Pétursson, kaupmaður.
Jó'hannes Jóhannsson, kaupmaður.
Jón Guðjónsson, húsasmíðameistari.
Lýður Jónsson, verkstjóri.
Magnús Guðmundsson, skrifstofumaður.
Öskar Bjartmarz, forstjóri.
Snæbjörn Jónsson, húsgagnasmíðameistari.
Þetta mátti vissulega teljast einvalalið. En síðar bættust í
forystuhópinn:
Sigurður Hólmsteinn Jónsson, blikksmíðameistari.
Magnús Þorláksson, símamaður.
Jóhannes Ólafsson, verkstjóri o. fl.
En lögfræðilegur ráðunautur undirbúningsnefndar var
Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarmálflutningsmaður.
Og á skrifstofu hans í Hafnarhúsinu var fundur 3. júlí
1945, þar sem stofnsamningur hlutafélags til húsakaupanna
var ræddur og samþykktur og félagsstofnunin ákveðin. —