Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 65
BREIÐFIRÐINGUR
63
syni og hinni öldruðu góðu móður sinni, helgaði hún hér
eftir líf sitt og krafta og allt virtist ganga ótrúlega vel.
Benedikt bróðir hennar kom til hennar með konu og börn
og var hjá henni fyrsta árið eftir að hún var ein. Anna bjó
á 1/4 parti í Ytri-Fagradal, sem Þorsteinn faðir Rögnu lét
henni eftir í arf. Bústofninn var 20 kindur, 2 kýr fyrst, svo
ein og 2 hestar. Anna heyjaði ein fyrir skepnum sínum og
varð aldrei heylaus. Skepnur sínar hirti hún sjálf og þær
skiluðu góðum arði. Ragna dóttir 'hennar hefur sagt mér að
mamma sín hafi unnið öll karlmannsverk nema að rista
torf. Hún Anna lagði gjörva hönd á margt. Hér eftir flyst
Anna að Innri-Fagradal og var þar nokkur ár og þar lést
móðir hennar.
Það kom snemma í ljós að fóstursonurinn var efni í náms-
mann og gerði Anna allt til að hlúa að því, sjálfur lá hann
allar stundir er tækifæri gafst í bókum og mikil var gleði
fóstru hans, er hann fór til Reykjavíkur og tók próf inn í
Kennaraskólann og glansaði í gegn, hann vann á sumrin, sat
í skólanum á veturna.
Burtfaraprófi lauk hann með sóma, varð kennari, síðar
skólastjóri við Laugarnesskólann, og þar fáið þið loksins
nafnið á þessum heiðursmanni, Gunnar Guðmundsson hét
liann. Mikil varð gleði Önnu er þessum áfanga var náð,
það voru alla tíð miklir kærleikar á milli þeirra eins og
best gerðist milli móður og sonar. Enn á Anna heimili í Innri-
Fagradal hjá Þórólfi Guðjónssyni og Elínbetu Jónsdóttur,
hún er þar húskona sem áður og nú aðeins með Rögnu
dóttur sína. Oft er hennar leitað, ef veikindi eða annan
vanda ber að höndum og ávallt sinnti hún kalli, ef hún
mögulega gat og hafði íþá oftast dóttur sína með sér, vildi