Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 95
BREIÐFIRÐINGUR
93
Á 10 ára afmælinu voru aðeins þrjá af stofnendum þess:
Arelíus og Illugastaðasystkinin Guðrún og Þórarinn.
Stefnuskrá ungmennafélagsins Vísis mun í öllum aðal-
atriðum hafa verið svipuð eða sama og annarra ungmenna-
félaga.
Þau voru endurskoðuð á tíu ára afmæli félagsins og
lögð fram með eftirfarandi stefnuskrá.
Tilgangur félagsins er:
A. Að vekja löngun æskulýðsins til þess að vinna að frelsi,
framförum og heillum sjálfs sín og þjóðfélagsins.
B. Að styrkja, vernda og efla allt gott og gagnlegt, sem
lýtur að þroska og fegrun lands og þjóðar.
C. Að auka andlega menningu félagsmanna og vekja þá
til skilnings á fegurð lands síns og lista, máli og bók-
menntun.
D. Að auka áhuga og framkvæmdir í ræktun lands, garð-
ræpkt, skógrækt og jarðrækt og bæta vegi í hreppum
eftir föngum.
E. Að vinna með bindindi en móti nautn áfengra drykkja,
án þess þó að krefjast nokkurra bindindisheita af fé-
lagsmönnum.
F. Að efla samtök og samstarf í sveitinni, allt sem eykur
holla lífsgleði og æskuþrótt og gerir sveitina skemmti-
legri og byggilegri.
G. Að þessum tilgangi og marki vinnur félagið með því
að 'halda fundi, iþar sem umræður, upplestur, söngvar
og leikir fari fram, ennfremur íþróttir, ef þess verður
kostur.
Ennfremur skal verða minnst einn dagur árlega til
þegnskylduvinnu.