Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
Síðast bjuggu í Bæ hjónin Guðrún Kristjánsdóttir frá
Illugastöðum, ljósmóðir í Múlasveit í mörg ár og Jóhannes
Jóihannsson frá Kirkjubóli.
Þau voru jáfnaldrar mlínir að mestu, nágrannar og leik-
félagar. Þrátt fyrir heilsu'leysi hans, mun aldrei hafa verið
byggt né búið betur á þessari jörð. En eins og fleiri yfir-
gáfu þau allt sitt þar, fallegt ibúðanhús, fjárhús og hlöður
og f'luttu suður. Þau hafa nú lengj átt heima í IJafnarfirði.
Kirkjuból er við Kvígindirfjörð, sem heitir einnig upp-
haflega Kvígandafjörður.
Á Kirkjubóli bjuggu um marga áratugi hjónin Guðrún
Bæringsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Þau áttu mörg börn.
En Guðrún var seinni kona Jóhanns. Fyrri konan hans hét
Guðríður Guomundsdóttir, svo að eiginlega voru systkina-
hóparnir tveir, börn Jðhanns.
Mér finnst enn og alltaf, að engin fjölékylda stæði okk-
ur nær. Mamma nfín eða fósturmóðir var systurdóttir
Guðríðar á Kirkjubóli og frænka Guðrúnar.
Sjálfsagt var 'fátækt á Kirkjuibóli. En Jó'hann var frá-
bær að dugnaði, góðvild og nægjusemi. Hann gat verið
hvassgeirslegur 'í orði, en engan veit ég umhyggjusamari
litlum, þreyttum dreng. Hann hefði getað klætt sig úr
hverri spör til að hlúa að þeim minni máttar.
Og eins héfði Guðrún lagt brosandi besta bitann og
jafnvel einasta, sem eftir var í 'búrinu á borð fyrir svangan
ges’t. Hún varð mér ímynd iþeirrar móður, sem bogin af
erfiði og með krepptar fingur getur öllu fórnað og eign-
ast ódauðlega fegurð í landi minninga og gestrisni.
Seinna tóku kannske bræðurnir Jón og Gunnar við hús-
bóndaiheitinu og Valborg varð ráðskona. En Guðmunda á