Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
Lok búskapar á Selskerjum er átakanleg raunasaga. Þau
hjón áttu tvær efnilegar dætur: Hrefnu og Asdísi.
En síðasta vorið, sem búið var á Selskerjum fórst bát-
ur á leið til lands úr Flatey. Á honum voru meðal ann-
arra: 'Húsfreyjan á Selskerjum, Guðrún og dóttirin eldri,
Hrefna.
En á jólum sama ár fannst Guðmundur bóndi á Sel-
skerjum látinn þar í fjörunni neðan við túnið.
Ekki þarf að segja, að ekkert gerist í íslenskri sveit.
Saga síðustu ábúenda á hverjum bæ má heita viðburða-
rík, saga stórra atburða og litríkra örlaga í gleði og harmi.
Eða er það fjarlægðin, sem gerir fjöllin blá og mennina
mikla.
„Sveitin mín í eyði“ skapar mér ihetjur á hverjum bæ.
Stórbrotið fólk í átökum, við eyðingu tímans og tískuna,
sem togað suður.
Illugastaðir við Skálmarfjörð var lengi talið eitt minnsta
kotið í Múlasveit. En það var orðin notaleg jörð og fallegt
býli eftir að feðgarnir Kristján Arason og Þórarinn sonur
hans höfðu unnið að jarðarbótum og uppbyggingu um ára-
tugi. Dugnaður þeirra var frábær, einkum Þórarins, sem
mátti segja um, að væri varla einhamur að starfi. Hann
eignaðist líka konu við sitt hæfi, sem unni allri ræktun og
búskap heilshugar, Aðalheiði Jónsdóttur ættaða af Fells-
strönd.
Ogleymanlegust þeirra, er síðast áttu heima á Illuga-
stöðum er þó kona Kristjáns, húsfreyjan Guðmundína Guð-
mundsdóttir, systir Helga frá Kvígindisfirði.
Hún var minn besti vinur utan míns heimilis í æsku.