Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 87
BREIÐFIRÐINGUR
85
sveit, sem lengst verður 'heimsóttur. Þótt litla kirkjan und-
ir fjallinu fríða eigi eftir að hverfa eða fjúka, eins og
áður var um tíma, verður þar áfram áningarstaður kyn-
slóðanna horfnu og hinstu hvílur þeirra, sem áður um
aldaraðir byggðu sveitina í sorgum og fögnuði, sigrum
og vonbrigðum.
Ingunnarstaðir eru raunar landnámsjörð og nefnd í forn-
um sögum höfðingja. En nú um aldabil hefur 'hún verið
talin meðal hinna minnstu í sveitinni, en samt notalegt
býli, byggð hinum kyrrlátu í landinu, sem unna gróanda
og gleðjast við hið smáa.
Seinast og þó nær hálfa öld hafa búið þar hjónin Magn-
ús Einarsson og Áslaug Bjarnadóttir.
En á undan þeim og jafnvel samtímis bjó þar Einar
Jósefsson, faðir Magnúsar, með síðari konu sinni Jóna-
sínu Jónasdóttir, móðursystur núverandi forsetafrúar ís-
lands.
Hamar er myndarbýli á miðju Skálmarnesi. Mun það
hafa verið ein minnsta jörð í Múlasveit, en s'íðast ræktað
og byggt sem höfðingjasetur.
Guðný Gestsdóttir og Andrés Gislason bjuggu þar síð-
ast og einhverjir af sonum þeirra. En þeirra er minnst í
Breiðfirðingi 34. árgangs 1975 bl. 75.
Deildará tók einnig miklum stakkaskiptum á þessari öld.
Síðustu ábúendur þar, voru Jón G. Jónsson og Hall-
dóra Magnúsdóttir. Hún andaðist í blóma lífs, en hann
hélt búi áfram með ráðskonum, lengst Ásthildi Briem, sem
bar síðast anda söngs og leiklistar í sveitina. Jón á Deildará
er einn þeirra, sem helst ekki getur kvatt Múlasveit og
hefur jáfnvel dvalið þar aleinn og gerst veiðimaður.