Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 100
98
BREIBFIRBINGUR
Kvígindisfirði. Þau voru þá að taka við prestembætti að
Hálsi í Fnjóskadal. En þangað vígðist hann 9. júní þetta
sama ár.
Meiri heiður hefur þessum hjónum ekki veist enn þá á
ævinni, þegar horft er til baka um hálfa öld.
Ungmennafélagshúsið okkar, fyrsta og eina þinghús
Múlasveitar gegnum aldirnar, draumahöll æskunnar fyrir
'hálfri öld, „Dalakofinn“ stendur enn uppi á „bólinu.
Hjónin Hallhjörn Jónsson, sem er fæddur og uppalinn
á Vattarnesi og Stefanía Söebech, ættuð úr Strandasýslu
eiga nú Vattarnes. Þau hafa dvalið þar á sumrum árum
saman háöldruð og stunda veitingar við veginn. Fágæt og
frábær að þolgæði, þrautseigju og gestrisni, alltaf ung,
tákn hinnar eilífu æsku.
Þau keyptu ,,húsið“ og kalla það „Fjalladrotninguna
sína“, með virðingu og ástúð.
Þar búa nú gestir sér náttból á sumrum og fuglar sér
hreiður á vorin.
Formenn Vísis:
Árelíus Níelsson, Kvígindisfirði,
Níels Bjarnason, Deildará,
Garðar Andrésson, Hamri,
Einar Guðmundsson, Kvígindisfirði,
Jón Guðmundsson, Skálmardal,
Páll Andrésson, Hamri,
Sæmundur Guðmundsson, Kvígindisfirði,
Guðmundur Guðmundsson, Kvígindisfirði,
Jóhannes Guðmundsson, Kvígindisfirði.
Reykjavík 28. maí 1978.
Arelíus Níelsson.