Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
Dagur aldraðra
er alltaf á uppstigningardag hvert vor. Þetta er fastur
iþáttur, sem aldrei ihefur brugðist til hins besta, fjölsótt og
fjölbreytt samkoma með frábærum veitingum á vegum
kvennadeildar. Þar ber ekki skuggann á.
Hin síðari ár hefur þetta gleðimót aldraðra Breiðfirð-
inga jafnan verið í Safnaðaíheimili Langholtssóknar, með
belgistund, söng, upplestri, ávarpi og myndasýningum. -—
Hafa presthjónin í Hálogalandskirkju, Ingibörg Þórðar-
dóttir og Árelíus Níelsson oftast haft forystu og umsjón
skemmtiatriða.
En ánægja eldrafólks er í ihámarki við spjall og söng
yfir veitingum breiðfirskra kvenna.
Kvöldvökur,
voru oft með miklum blóma í Breiðfirðingafélaginu,
meðan „Búðin“ var til boða. En líklega má segja þær hafa
dáið út með henni. En vonandi eiga þær eftir að koma aft-
ur inn í starfsemi félagsins, sm einn helsti þáttur í vetrar-
starfinu.
Þær voru snar þáttur í mennt og menningu íslendinga
um margar aldir. Minning þeirra og áhrif ættu að geymast
en ekki gleymast.
Sú geymd er sjálfsagt og rismikið verkefni hvers átt-
hagafélags í borg.
Árshátíð Breiðfirðingafélagsins
Hefur ávllt verið árviss viðburður á hverjum vetri með
pomp og pragt í einhverju af helstu samkomuhúsum borg-
arinnar. Oftast líklega á Hótel Borg.