Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
Og það var eiginlega eftir lát hins síðastnefnda, sem
húsið var til sölu. Erfingjar sömdu þá um sölu hússins fyrir
eina milljón króna. Og tilboðinu tóku forystumenn Breið-
firðingafélagsins 3. júlí 1945, eins og áður er sagt, söfn-
uðu og lögðu fram af mikilli rausn og bjartsýni 600 þús.
króna útborgun. En það var þá mikið fé.
Síðan var húsinu 'breytt til veitingarekstrar og félags-
starfsemi. En sú breyting var mikið unnin í sjálfboða-
vinnu undir forystu Jóns Guðjónssonar frá Litlu-Brekku
og Snæbjarnar Jónssonar, trésmíðameistara frá Sauðeyjum.
Hann var þó einkum húsgagnasmiður, en Jón Guðjónsson,
húsasmiður og verkstjóri. Munu fáir eða engir hafa fórn-
að meira af fé og kröftum til framkvæmda þessari „heim-
ilis“-stofnun en þessir menn, þótt margir legðu þar mynd-
arlega hönd að verki.
En þar má nefna Jó'hannes Jóhannsson, kaupmann, Ölaf
Jóhannesson, kaupmann, Ásthildi Kolbens, danskennara,
sem lögðu fram fé. Annarra mun áður getið.
I stjórn Breiðfirðingaheimilisins hafa verið margir ágæt-
smenn allt frá upphafi. En engir þó lengur samfellt
en Óskar Bjartmarz, sem telja má framkvæmdastjóra og
bókara að mestu frá upphafi og fram á þennan dag. En
sonur hans Björn Bjartmarz, sem nú er ritari hefur verið
að ýmsu 'hans hægri hönd í þessu frá 1964.
Fyrsti formaður Breiðfirðingaheimilisins var kosinn
Jóhannes Jóhannsson, kaupmaður. Hann var eitt ár.
En fyrstu formenn voru svo áfram flestir eitt ár: Snæ-
björn Jónsson 1946. Jón Guðmundsson í Felli 1947. Krist-
ján Guðlaugsson, lögmaður 1948. Sr. Ásgeir Ásgeirsson,
prófastur 1949 og var líklega 7 ár.