Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
ihún í rúmið. Það er leitað til Önnu um hjálp, hún bregður
skjótt við að vanda og tekur að sér heimilið, ef konunni
versnar, læknir er sóttur, hann segir eiginmanninum að
hér iþurfi skjótrar aðgerða við. Veikin er berklar, konan þarf
að komast strax á Vífilsstaðahæli.
Anna 'bauðst til að fara suður með konunni, ef hús-
bóndinn gæti fengið heimiliáhjálp á meðan. Þegar Anna
kom aftur tók hún að sér heimilið, hefur sennilega lofað
Unu því er þær skildu. Una átti ekki afturkvæmt lifandi
heim. Anna gerði það ekki endasleppt, hún reyndist móð-
urlausu börnunum, sem besta móðir og yfirgaf þau ekki
fyrr en þau fóru að heiman í atvinnu eða staðfestu ráð
sitt. Þau virtu hana og elskuðu alla tíð, alveg eins og dóttur
börnin gerðu síðar. — Á Tindum á Skarðsströnd átti Anna
heimili æ síðan. — Að loknu námi sínu réðist Ragna dóttir
hennar i vist að Búðardal við Hvammsfjörð til frú Ingi-
bjargar Sigurðardóttur, ekkju Boga Sigurðssonar, kaup-
manns. Þetta var rausnar- og menningarheimili, oft mikið
um gesti. Húsfreyja vel menntuð, stjórnsöm og kunni vel
til allra verka, hafði kennt við Blönduósskóla áður en hún
giftist Boga og var kennari Önnu þegar hún nam við áður
greindan skóla og hefur þess vegna viljað fá dóttur hennar
í sína þjónustu. Þarna var Ragna í tvö ár og jók mikið við
þekkingu sína. Ragna hafði numið við Húsmæðraskólann
á Staðarfelli hjá fr. Sigurborgu Kristjánsdóttir, fyrstu skóla-
stýru þess skóla og vann fyrir skólagjaldi sem áður er getið.
Næst liggur leið hennar að Tindum til móður sinnar,
sem enn er ráðskona þar. Nú verða iþáttaskil í lífi Önnu.
Tveim árum eftir komu Rögnu áheimilið ganga þau í hjóna-
band Bergur og hún, þau eignast 7 börn, þar af eina tví-