Breiðfirðingur - 01.04.1978, Qupperneq 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
mínum, þið takið fyrir mig hestinn, mér verður hleypt inn
þegar þið eruð farin og ég er eftir ein“. Og það varð, um
leið og samferðafólkið reið úr hlaði, var loku hleypt frá
dyrum og Önnu boðið inn að ganga. Þarna var Anna í
rúma viku og var húsfreyja farin að sinna störfum sín-
um, þegar hún fór.
Enn er ótalinn sá hæfileiki Önnu, sem mér finnst ekki
minnst um vert, en hann er sá, að hún var listakona af
Guðs náð. Hún kunni marga gamla handavinnu, sem ekki
var kennd í kvennaskólanum t. d. gamla handflosið, bæði
stykkjaflosið og randaflosið einu nafni nefnt spjaldflos.
Það lærði hún 9 ára gömul í Strandasýslu af stúlku, sem
kom af skóla Elínar Briem frá Ytri-Ey. — Anna kenndi
það mörgum stúlkum í Dalasýslu t. d. dóttur sinni og
dætrum mínum. Annars var það áður lítið kunnugt í Dala-
og Strandasýslu. Anna kunni líka að að ,,kríla“. Það er
brugðið í 'höndum með 5 litum og var notað utan með
illeppum (stykkjaleppum) enn fremur kunni hún nunnu-
saum og saumaði púða einkar fallega með 5 litum, en
Anna var mjög smekkleg í litavali. Einnig var hún mjög
fær í öllu útprjóni og prjónaði langsjöl, þríhyrnur, peysur,
útprjónsvettlinga,, illeppa o. f 1., hér er fátt eitt talið, og
'þá einkum gamla handavinnan. En hún Anna sleppti engu
tækifæri að auka við kunnáttu sína á sviði listar sinnar
og henni varð mikið ágengt og jafnlagið að kenna það
öðrum.
Enn þá er Anna húskona á Hvalgröfum. Á næsta bæ
Tindum, handan Búðardalsár búa ung hjón Kristján Frið-
bergur Bjarnason og kona hans Una Björnsdóttir, þau eiga
tvö börn, dreng og telpu, konan er oft lasin og að lokum fer