Skírnir - 01.04.2014, Page 12
10
GUÐRÚN JOHNSEN
SKÍRNIR
sem höfðu staðið í bankarekstri á frjálsum markaði einhvers staðar 200,300
ár þannig að menn voru mjög spenntir fyrir því. (Rannsóknarnefnd Al-
þingis 2010,1, 6. kafli: 23)
Markmið Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru því skýr og
nærðu ákveðna hugsjón, að selja bankana reyndum aðilum, jafnvel
erlendum bönkum sem höfðu þróast í heila öld eða lengur og höfðu
byggt upp þekkingu sem ekki var að finna á Islandi. Með slíkri sölu
kæmi til landsins uppsöfnuð reynsla og þekking fyrir framtíðar-
stefnumótun íslensks fjármálamarkaðar sem var að fæðast á þessum
tíma.
En markmiðin náðu lengra. I viðtali við The Financial Times, 7.
apríl 1998, sagði Davíð Oddsson að áform væru uppi um að gera
ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, en tók fram að það myndi
hinsvegar taka töluverðan tíma (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010,
1, 6. kafli: 224). Það var því ljóst að stjórnvöld höfðu myndað sér
metnaðafulla framtíðarsýn um íslenskan fjármálamarkað.
Einkavæðing á bankakerfi er hinsvegar ekki einfalt verkefni.
Leiðin frá ríkisbönkum til einkabanka er þyrnum stráð. Hagsmun-
irnir eru miklir og þar með einnig hætta á freistingum (e. moral haz-
ard). Stjórnarhættir í sjálfu einkavæðingarferlinu leika þar lykilhlut-
verk.
í stuttu máli sagt er niðurstaða einkavæðingar líklegri til að skila
jákvæðum árangri fyrir samfélagið til lengri tíma litið þegar upp-
bygging stofnana í kringum einkavæðingarferlið er sterk, eftirlit
virkt með hagsmunaárekstrum og óháðir utanaðkomandi aðilar
með langa reynslu og þekkingu á efninu eru valdir til að takast á við
verkefnið (Katz og Owen 1995).
Á hinn bóginn er ekki hægt að búast við góðum árangri ef t.d.
örfáir gamlir vinir stýra öllum skrefum ferlisins og gagnsæi er lítið.
Slíkt skipulag leiðir eðlilega til annarrar niðurstöðu þar sem göfugar
hugsjónir um öflugt fjármálakerfi, landi og þjóð til hagsbóta, eru
fljótar að víkja fyrir freistingum hvað varðar persónulegan hagnað
sem numið getur tugum milljarða króna.
Ef ekki er faglega á málum haldið kunna fjármálafyrirtæki því að
lenda í höndum aðila sem litla þekkingu hafa á rekstri þeirra og fara