Skírnir - 01.04.2014, Page 14
12
GUÐRÚN JOHNSEN
SKÍRNIR
í kjölfarið lýsti sænski bankinn Skandinaviska Enskilda Banken
(SEB) yfir áhuga á því að kaupa þriðjung hluta í Landsbankanum og
samningaviðræður áttu sér stað þá um sumarið. Að auki vildi SEB
einnig eiga möguleika á að geta keypt 17% hlut til viðbótar en sú
hugmynd fékk ekki góðar viðtökur meðal ráðamanna á Islandi.
Þrátt fyrir fyrirheit um að erlendir fjárfestar gætu og ættu að eign-
ast hluti í íslenskum bönkum og kæmu þannig með alþjóðlega
reynslu af bankarekstri til landsins, var ríkisstjórnin ekki tilbúin að
færa þeim meirihluta eignarhalds í einum banka þó að mögulegur
kaupandi væri sænskur banki sem stofnaður hafði verið árið 1856,
með dýrmæta reynslu af djúpum efnahagslægðum og bankakreppu
á tíunda áratug 20. aldar.* * 3
SEB hafði hinsvegar áhyggjur af því að íslenskir ráðamenn væru
með hugmyndir um að VIS yrði hluti af kaupunum, en það átti að
eiga sér stað þannig að VIS og Landsbankinn yrðu í eigu eignar-
haldsfélags og SEB keypti síðan % hlut í því félagi.
Þegar fulltrúar SEB hittu Axel Gíslason, þáverandi forstjóra VIS,
var þeim einnig tjáð að VIS vildi taka þátt í að samþykkja stjórnar-
menn fyrir SEB (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 1,6. kafli: 231).
Eins og gefur að skilja kom þessi hugmynd sænska bankanum mjög
á óvart, en þrátt fyrir það hélt ferlið áfram. JP Morgan afhenti
verðmat þann 11. ágúst 1998 og SEB lauk sinni kostgæfnisathugun
(e. due diligencé) í september sama ár. SEB til mikillar undrunar var
ferlið hinsvegar stöðvað skömmu síðar.
Davíð Oddsson útskýrði fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að
hann hefði „ráðið mestu" um að stöðva viðræðurnar og að ástæðan
hefði m.a. verið sú að einkavæðingin heyrði undir hans ráðuneyti, en
fram að því hefðu Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og Þórður
Friðjónsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu að mestu stýrt
því. Einnig taldi Davíð ekki eðlilegt að vera aðeins í viðræðum við
einn aðila, heldur átti að opna ferlið og gera það gegnsætt. Þar að
main reasons. One is that the scope of the sale is probably greater than the domestic
market is capable of handling adquately in a single year. The other is the desirability
of attracting foreign investors to participate in providing financial services in Ice-
land.“
3 Sjá m.a. umfjöllun um SEB á http://sebgroup.com/en/About-SEB/