Skírnir - 01.04.2014, Page 15
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
13
auki taldi Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, að verðið
sem SEB bauð væri einfaldlega of lágt, en í skýrslutöku hjá rann-
sóknarnefnd Alþingis taldi fulltrúi SEB að kaupverðið hefði aldrei
orðið vandamál (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 231).
Svo fór að ríkið seldi 15% af sínum bréfum í bæði Landsbank-
anum og Búnaðarbankanum í útboði haustið 1998 og í lok þess árs
var hlutur ríkisins í báðum bönkum kominn niður í 72% (Rann-
sóknarnefnd Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 232).
í umræðum á Alþingi haustið 1999 ræddi Davíð Oddsson um
mikilvægi þess að takmarka hámarkseign einstakra hluthafa við hóf-
legan hlut og nefndi í því samhengi 7-9% sem dæmi. Davíð taldi
jafnvel að dreift eignarhald hefði verið forsenda þess að heimild
fékkst til að selja bankana. Þá sagði Davíð:
Ég hef reyndar sagt það líka að ég er þeirrar skoðunar að við hefðum ekki
fengið það í gegn, hvorugur stjórnarflokkurinn, ekki heldur í mínum flokki,
að fara út í sölu á bönkum og slíkum fyrirtækjum ef menn hefðu ekki vitað
að fyrir okkur vakti að reyna að tryggja það að eignaraðild á þessum
bönkum yrði dreifð. (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010,1, 4. kafli: 107)
Markaðsaðstæður réðu því að lítið gerðist í einkavæðingunni næstu
þrjú árin eða fram á vor 2001.
Seinni hluti einkavæhingar
Þann 18. maí 2001 samþykkti Alþingi lög nr. 70/2001 og gaf heim-
ild til að selja alla hluti ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum. Lögin settu engan ramma eða reglur um ferlið. Það kom því
í hlut þeirra sem fóru með einkavæðingarframkvæmdina að ákveða
hvernig að sölunni yrði staðið. I athugasemdum með frumvarpinu
var hinsvegar settur tímarammi, en þar sagði:
Verði frumvarp þetta að lögum er stefnt að því að sala á hlutafé ríkisins í
Landsbanka og Búnaðarbanka hefjist árið 2001 og ljúki fyrir lok kjörtíma-
bilsins árið 2003. (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 234)
Fyrir þá sem vita hvernig hinn frjálsi markaður virkar, eru þetta
augljós mistök af hálfu stefnumarkandi aðila. Með þessum athuga-