Skírnir - 01.04.2014, Síða 20
18
GUÐRÚN JOHNSEN
SKÍRNIR
öðrum stjórnvöldum var loksins tilkynnt um þetta. (Rannsóknarnefnd
Alþingis 2010, 1, 6. kafli: 258-259)
Kaupsamningur var gerður milli íslenska ríkisins og Eglu hf., Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, Vátryggingafélags Islands hf. og Eignarhalds-
félagsins Samvinnutryggingar um 45,8% hlutabréfa í Búnaðarbank-
anum og undirritaður 16. janúar 2003.1 samningnum kom fram að
þýski bankinn Hauck & Aufháuser Privatbankiers KGaA (hér eftir
H&A) ætti 50% hlutafjár í Eglu hf. en það félag var stærst í kaup-
endahópnum og keypti tæp 71% af hlutnum sem seldur var. Sama
dag og kaupsamningurinn var undirritaður sendu aðilar samnings-
ins sameiginlega frá sér fréttatilkynningar um kaupin, þ.á m. sér-
stakt skjal með upplýsingum um þýska bankann. í því kom m.a.
fram að bankinn væri að meirihluta í eigu einstaklinga (70%), væri
m.a. með starfsemi í Sviss og Lúxemborg og sérhæfði sig í „sjóða-
og eignastýringu fyrir stofnanir og einkaaðila, umsjón verðbréfa
fyrir sjóði og fjármálastjórn fyrirtækja og einstaklinga". Greint var
frá fjárstyrk bankans með dæmum en síðan sagt að „nokkrar
ástæður“ lægju að baki fjárfestingu H&A. Sú eina sem gefin var upp
var að Búnaðarbankinn væri „vænleg fjárfesting“ en þýski bankinn
teldi sig „hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ“.
Þannig gæti vöxtur Búnaðarbankans farið fram úr væntingum,
„ekki síst á erlendum mörkuðum" (Rannsóknarnefnd Alþingis
2010, 1,6. kafli: 259).
Sigurjón Þ. Árnason, síðar bankastjóri Landsbankans, var starfs-
maður Búnaðarbankans þegar sala hans fór fram. Við skýrslutöku hjá
rannsóknarnefnd Alþingis var m.a. rætt við hann um atvik við sölu
Búnaðarbankans með tilliti til þýska bankans, Hauck & Aufháuser
Privatbankiers KGaA. Af framburði Sigurjóns mátti ráða að meðal
íslenskra bankamanna á þeim tíma hafi þýski bankinn hvorki verið
almennt þekktur né talinn líklegur til að styðja faglega við rekstur
Búnaðarbankans á þeim sviðum sem hinn síðarnefndi starfaði
(Rannsóknarnefnd Alþingis 2010,1,6. kafli: 259). Svo segir í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um vitnisburð Sigurjóns:
í skýrslu Sigurjóns kom fleira fram um atvik við sölu Búnaðarbankans
m.t.t. þýska bankans. Meðal annars gat Sigurjón þess að honum væri kunn-