Skírnir - 01.04.2014, Síða 35
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
33
sem samþykkt hefði verið af FSA um að afla bankanum lausafjár. Við þessar
aðstæður væri vart réttlætanlegt að færa 300 milljónir punda frá móður-
félaginu. Hafi Hector Sants þá óskað eftir því að KSF yrði settur í greiðslu-
stöðvun. Hreiðar hafi þá spurst á ný fyrir um það hvort KSF, sem breskur
banki, fengi aðgang að áætlun breskra yfirvalda um endurfjármögnun
bankakerfisins. Hector Sants hafi þá svarað því til: „Þeir fjármunir eru ekki
ætlaðir ykkur.“13 (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, 7, 20. kafli: 170-171)
Kaupþing sóttist eftir og fékk lán til þrautavara frá Seðlabanka Is-
lands tveimur dögum fyrr, 6. október 2008, gegn veði í danska
bankanum FIH. Upphæð lánsins nam 500 milljónum evra eða tæp-
lega 400 milljónum punda. í ljósi þess og ef marka má skýrslu Ár-
manns Þorvaldssonar, þar sem hann segir að breska fjármálaeftirlitið
hafi boðið stjórnendum Kaupþings, þann 8. október, að halda
rekstri KSF gangandi, að því tilskildu að 300 milljónir punda bær-
ust bankanum til áframhaldandi reksturs, má það teljast athyglis-
vert að stjórnendur Kaupþings skyldu ekki þekkjast það boð. Þar
með voru örlög Kaupþings endanlega ráðin því að áframhaldandi
rekstur mikilvægra dótturfélaga bankans, í þessu tilviki KSF, var
forsenda þess að skuldabréf Kaupþings sjálfs yrðu ekki gjaldfelld.
Við fall KSF var stjórn Kaupþings ekki annað fært en að sækjast
eftir að félagið yrði sett í slitameðferð enda stórir skuldabréfa-
flokkar þá á gjalddaga sem bankinn gat með engu móti mætt.
Lokaorð
Ljóst er að einkavæðingin var mörkuð af hagsmunaárekstrum og
pólitískum tengslum, þó sérstaklega í tilviki Búnaðarbankans. Póli-
tísk mistök voru gerð við ákvörðun um að ýta reyndum fjárfestum
frá borðinu en bjóða þess í stað óreyndum að því. Einnig voru mikil
mistök gerð með því að 1) heimila voguð kaup á bönkunum, 2)
heimila söluna til eignarhaldsfélaga sem ekki voru undir sama eftir-
liti og bankarnir sjálfir, 3) heimila að fjármögnunin kæmi frá öðrum
kerfislega mikilvægum banka og vega þannig að heilbrigði fjár-
málakerfisins í heild sinni og skapa enn frekari áhættu fyrir skatt-
13 Á ensku: „Those funds are not for you.“