Skírnir - 01.04.2014, Page 36
34
GUÐRÚN JOHNSEN
SKÍRNIR
borgara og almenning vegna stærðar og eðlis þessara stofnana í ís-
lensku samfélagi, 4) ganga til samninga við aðila sem fóru fram á að
veitt yrði undanþága, þeim til handa, frá lögum landsins er vörðuðu
yfirtökuskyldu. Það veit ekki á gott að selja banka til aðila sem ekki
treysta sér í upphafi ferilsins til að fara að lögum í viðskiptum. Þá
ætti að vera augljóst að gæta þess að kaupendur sem fara með virkan
eignarhlut í banka hafi einnig óflekkað mannorð.
Þeir sem stóðu fyrir einkavæðingunni á sínum tíma hafa verið
iðnir við að halda því á lofti að bankarnir hafi fyrst og fremst fallið
í valinn vegna fjármálalegs óstöðugleika á alþjóðamörkuðum og
hundsað þar með niðurstöður óháðrar rannsóknarnefndar. Rann-
sóknarnefndin rekur í löngu máli orsakir og aðdraganda að fallinu
í skýrslu sinni frá 2010, þar sem krosseignartengsl í íslensku við-
skiptalífi voru afhjúpuð. Krosseignartengslin gerðu eigendum bank-
anna mögulegt að fá bankamenn til að lána inn í skúffufélög í
þúsundatali í þeirra eigu, skúffufélög sem sum fjárfestu í öðrum
skúffufélögum sem svo keyptu rekstrarfélög, mörg hver heimsfræg,
með litlu sem engu eigin fé. Eftir forskrift stjórnmálamanna gat hið
veikburða fjármálaeftirlit með engu móti haft tilhlýðilegt eftirlit
með risavöxnum stofnunum sem uxu með ógnarhraða, Fjármála-
eftirlitinu, Seðlabankanum og efnahagskerfinu yfir höfuð.
Að mati rannsóknarnefndar Alþingis varð örlögum íslensku
bankanna ekki forðað eftir 2006 þótt forða hefði mátt heilmiklu tapi
skattborgara og kröfuhafa eftir þann tíma með réttum stjórn-
valdsaðgerðum af því tagi sem bresk stjórnvöld forðuðu sínum
þegnum og skattborgurum undan með sínum aðgerðum gagnvart ís-
lensku útibúi og dótturfélagi þar í landi.
Það er viðbúið að sú skýring berist frá ábyrgðaraðilum í ferlinu
að útlendingum sé um að kenna. Engar rannsóknir hafa verið lagðar
fram sem styðja slíka kenningu með grunngögnum. Sálfræðin kennir
okkur að allar manneskjur hafa sterka tilhneigingu til að horfa á
sjálfar sig í jákvæðu ljósi. Við þökkum sjálfum okkur þegar vel
gengur en skellum skuldinni á aðra þegar illa gengur. Slíkt liggur í
eðli mannsins.
Hér að framan hafa verið rakin mikilvæg atriði í sögu einka-
væðingar íslensku bankanna á árunum 1998-2003, skammlífur en