Skírnir - 01.04.2014, Síða 37
SKÍRNIR
BANKAKERFIÐ KNÉSETT
35
gríðarlegur vöxtur þessara sömu banka og að lokum afdrifaríkt fall
þeirra aðeins fimm árum eftir einkavæðingu. I þessari grein hefur
ekki verið rakin sambærileg frásögn af falli Glitnis, en sá banki var
á hendi einkaaðila frá upphafi þessarar aldar.
Sá lærdómur sem draga má af þessum atriðum á sérstaklega vel
við í íslensku samfélagi árið 2014. Við losun gjaldeyrishafta styttist
að líkindum í þáttaskil hjá þeim bönkum sem voru reistir upp af
rústum hinna föllnu banka árið 2008, Arion banka, Landsbank-
anum og íslandsbanka. I þau sex ár sem liðin eru frá falli gömlu
bankanna hafa hinir nýju bankar verið í eigu skammtímafjárfesta, ís-
lenska ríkisins og eignarhaldsfélaga í eigu þrotabúa gömlu bank-
anna, sem hafa lýst því yfir að þeir muni selja eignir sínar innan
tíðar.
Það er afar brýnt að almenningur á Islandi geri sér fulla grein
fyrir því söluferli sem átti sér stað á árunum 1998-2003, hverjir voru
helstu leikendur í því ferli og hvaða tengsl þeir höfðu; hvaða af-
leiðingar ferlið hafði á efnahagsafkomu landsins þegar upp var
staðið og hvers vegna svo fór sem fór. Við höfum einfaldlega ekki
efni á sömu mistökum í annað sinn.
Heimildir
Bagehot, Walter. 2008. Lombard Street: A Description ofthe Money Market (1. útg.
1873). New York: NuVision.
Board of Governors of the Federal Reserve System. 1993, 26. mars. Risks of Con-
centration of Credit and Nontraditional Activities, Washington: Board of Go-
vernors.
EFTA Court. 2013.Judgment of the Court in Case E-16/ll: Directive 94/19/EC on
deposit-guarantee schemes ■— Obligation of result — Emanation of the State —
Discrimination. Strassbourg
„Federal Deposit Insurance Corporation”. 2008, 16. október. Federal Register,
Proposed Rules 73 (201). Sótt 24. mars 2014 á http://www.fdic.gov/regula-
tions/laws/federal/2008/08proposel016.pdf
Flannery, Mark. 2010. „Iceland’s Failed Banks: A Post Mortem." Rannsóknarnefnd
Alþingis, Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir at-
burðir, 9. bindi. Viðauki 2. Ritstj. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og
Tryggvi Gunnarsson, 88-107. Reykjavík: Alþingi.
Gylfi Magnússon. 2010. „Morguninn eftir Ponzi.“ Tímarit um viðskipti og efna-
hagsmál7 (2): 11-32.