Skírnir - 01.04.2014, Side 41
SKÍRNIR
UM HANDFRJÁLSAN BÚNAÐ HUGANS ...
39
Skynjum við þennan mun innra með okkur? Mögulega þeir sem
muna tímana tvenna, en tæpast hinir sem aldrei hafa kynnst öðru.
Fyrir þeim hefur mannkynið alltaf verið með 115 sjónvarpsrásir og
útvarpsstöðvar fleiri en tekur að telja upp.
Ég réðst í það hér um árið að smíða mér tímavél úr dagbókum
tveggja samlanda, þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Þóru Vigfús-
dóttur sem voru á dögum þegar dagskrá ljósvakamiðla var eins og
sú sem ég brá upp frá árinu 1940. Og rak strax augun í þann stór-
fellda mun á þeim og okkur að fólk hittist miklu tíðar á þeim dög-
um. Viss passi að þau Þórbergur og Þóra skeiða í heimsóknir til vina
og kunningja hvert einasta kvöld, utan þegar gestir koma til þeirra.
Sími var fjarri því á öllum heimilum og þar af leiðandi engin
kvöð að gera boð á undan sér. Menn knúðu dyra og fyrir þeim var
upp lokið. Slíkar óundirbúnar heimsóknir heyra sögunni til á okkar
tímum. Hverju skyldi það sæta? Að með síma og öðrum fjarbúnaði
dragi úr líkamlegu samneyti fólks? Um leið og færi gefst að hittast
ólíkamlega fái það einhverja aukamerkingu að mæta í líkamanum?
Óþægilega jafnvel, uppáþrengjandi? Með tilkomu tölvupósts hefur
jafnvel það að hringja í mann breytt um inntak, það er nærgöngulla
en að birtast stafrænt. Hér hafa tvímælalaust orðið umskipti í mann-
legum samskiptum og samt eru þau ósýnileg, fólk sem hefur ekki
upplifað hvorutveggja gerir sér ekki grein fyrir þeim. Fyrir örfáum
árum hefði maður sem talaði upphátt við sjálfan sig á almannafæri,
segjum í strætó eða jarðlest, verið úrskurðaður hælismatur. I dag er
það hversdagslegasti hlutur í heimi, maðurinn er að tala í hand-
frjálsan búnað síma eða tölvu.
Ég hugðist í þessum lestri brydda upp á þeirri hugmynd að
bráðum yrðu allir komnir með loftnet á hausinn, ekki kannski fyrir-
ferðarmikið, engar hreindýrakrónur, en lítil og nett loftnet og um
þau bærust símtöl, reikningsyfirlit, tilkynningar um færð á vegum,
nýjasta hraðtilboð til útlanda o.s.frv. Fyrir vikið yrðu úr sögunni
miklar hringingar í jarðarförum eða fólk væri að vasast í símanum
sínum undir leiksýningum, kvikmyndum og tónleikum. Ég hugðist
koma með framtíðarspá. En hvað kemur ekki á daginn? Komin eru