Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 47
SKÍRNIR UM HANDFRJÁLSAN BÚNAÐ HUGANS ... 45
miðöldum, frá árinu 2003). Því það er ekki bara tískan sem breyt-
ist, líkaminn er breytingum undirorpinn og líkamsstarfsemin. Nú-
tímamenn til að mynda hlæja öðruvísi og meira en fornmenn (nægir
raunar að fara aftur til næst síðustu aldar og Málfríðar Einarsdóttur
sem sagði að amma sín hefði haft að orðtaki: „Guð hjálpi mér ef ég
hlæ“). Miðaldamenn litu hláturinn hornauga. Líkamanum skiptu
þeir í æðra og óæðra, hjartað og heilinn lentu í efri hlutanum, mag-
inn og kynfærin í þeim neðra. Og hláturinn var ættaður úr mag-
anum.
Við skulum nú prófa þetta á Njálu. Og viti menn: hlátur í Njálu
er ævinlega ávísun á vesen. Þorvaldur, fyrsti eiginmaður Hallgerðar,
er henni mjög á móti skapi. Þó er eins og úr rætist í sjálfu brúðkaup-
inu, Hallgerður er kát. Þorvaldur hefur orð á því við föður sinn:
„... alla blíðu lét hún uppi við mig, og mátt þú sjá mót á, er hún
hlær við hvert orð.“ Og karl faðir hans svarar: „Eigi ætla ég hlátur
hennar jafngóðan sem þú ..." Sem og kemur á daginn, Hallgerður
lætur skósvein sinn Þjóstólf kála Þorvaldi við fyrstu hentugleika.
Annað dæmi: Sigmundur, frændi Gunnars á Hlíðarenda, hafði
farið að beiðni Hallgerðar og kveðið níðvísur um Njál og syni hans.
„Þá kom Gunnar að í því. Hann hafði staðið fyrir framan dyngj-
una og heyrt öll orðtækin. Brá þeim mjög við, er þau sáu hann inn
ganga. Þögnuðu þá allir, en áður hafði verið hlátur mikill ...“
Sigmundur geldur fyrir með lífi sínu.
Hildigunnur hlær „kaldahlátur“ í samtali við Flosa þegar hún
vildi telja hann á að hefna fyrir vígið Höskuldar — eftirleikinn
þekkja allir. Og lesanda er ekki hlátur í hug, né heldur viðstöddum,
þegar Flosi kreistir upp úr sér hlátur haldandi á lofti slæðunum sem
enginn vill við kannast á Alþingi. „I annað sinn veifði hann slæðun-
um og spurði, hver til mundi hafa gefið, og hló að, og svaraði eng-
• «
mn.
Njálsbrenna er skammt undan.
Enn kemur hlátur við sögu í sjálfri brennunni: „En hvort er sem
mér sýnist, hlærð þú?“ spyr Skarphéðinn Gunnar Lambason sem
geldur fyrir með öðru auganu.
Hlátur og grátur, það er ekki tilviljun að orðin ríma. I Njálu
ganga þau hönd í hönd. Og langur vegur til okkar þegar hlátrinum