Skírnir - 01.04.2014, Qupperneq 66
64
NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON
SKÍRNIR
út. í setningunni „út, farið út, þetta [ógreinil.] þjónar ekki tilgangi
sínum lengur, út drullið ykkur út...“ er eitthvað sem þjónar ekki til-
gangi sínum lengur og vísað er til einhvers sem viðmælendurnir eru
að aðhafast. Það er hinsvegar ekki stafað ofan í lesandann hvað þetta
eitthvað er, bara að það þjónar ekki tilgangi. Við getum hinsvegar
ráðið af samhenginu hvað þetta eitthvað er eða gæti verið og í raun
er boðið upp á að við fyllum inn sjálf, „kjaftæði“, „leikrit", „sið-
leysi“, „rugl“, „blaður“, „samsæri“, o.s.frv., allt kemur það til greina
miðað við samhengið. Hugsanlega er þetta einhver ómur af „rómi
lands og þjóðar“, þetta ,,[ógreinil.]“ gæti bara verið það sem það er,
ógreinilegt og innan hornklofa, truflun og hávaði, án skýrari merk-
ingar rétt eins og í verki Ólafar Nordal.
Þarna er ekki útfært hvort ráðherrar og þingmenn eigi að segja
af sér og kalla jafnvel til varamenn, hvort efna eigi til kosninga og
kjósa nýtt þing, afnema þingræði eða stofna nýtt lýðveldi. Ástæður
þess að krafan er ekki „skýrari" að þessu leyti getur stafað af því að
utanþingsmanni hafi ekki verið gefinn meiri tími til þess að skýra
kröfur sínar, því að hann var leiddur út áður en hann náði að ljúka
sér af, og einstök efnisatriði hafi þess vegna ekki komist til skila. En
það má líka líta svo á að skilaboðin hefðu þá aðeins orðið „óskýrari"
af því að þau hefðu orðið í lengra máli. Merking kröfunnar og upp-
hlaupsins á þingpalli er þannig sá hávaði sem náðist að skapa í þing-
salnum. Hávaðinn sjálfur er merkingin.
I samhengi þessarar greiningar má síðan líta svo á að merking
uppákomunnar í þingsal hafi verið að brjóta þann múr sem er á milli
Alþingis og þeirra sem standa fyrir utan og ögra þannig þvf sem
kalla má „áheyrendalýðræði". I áheyrendalýðræðinu gengur þátt-
taka borgaranna út á hlustun og þar eru skýr skil á milli þeirra sem
framkvæma eða tala og sýna og þeirra sem hlýða, fylgjast með eða
hlusta. Á þann hátt eru þingfundir, rétt eins og sjónvarpið, útvarpið,
prentmiðlun og sinfóníutónleikar í Hörpu, dæmi um það kerfi sem
franski sitúasjónistinn Guy Debord (1971) kallaði „samfélag upp-
ákomunnar". Sýningin eða uppákoman er sett á svið af þeim sem eru
þátttakendur (þingmenn) fyrir þá sem eru áheyrendur (utanþings-
menn) og hávaði, sem tilræði við þetta kerfi einhliða miðlunar
„sýningar og áhorfenda“, er í vissum skilningi aðför að sjálfum