Skírnir - 01.04.2014, Side 72
70
NJÖRÐUR SIGURJÓNSSON
SKÍRNIR
um fundarsköp og í skipuritum fyrirtækja. En oftar en ekki er að-
greiningin falin í samhengi eða frumforsendum lagatextans sjálfs,
þ.e. í skilgreiningum á því um hverja þau lög sem skilgreina réttindi
fjalla: Islendinga, kjósendur, alþingismenn eða nýbúa. Aðgreiningin
er síðan undirstrikuð með byggingum, skipulagi vinnustaða, hönn-
un húsa og uppstillingu menningarstofnana. Þannig er aðgreining
áhorfenda frá viðburðinum, flutningnum eða verkinu, einkenni þessa
kerfis og staðfesting.
í þingsal er þögn beitt með markvissum hætti til þess að undir-
strika skipulag fundar og skýra valdaskiptingu og þar hefur einn
orðið, ræðumaður, en ræðutíma hans eru yfirleitt sett takmörk. Þá
vísar rauða ljósið í skynjaranum, sem sést í trektinni í Vituð ér enn
— eða hvat? ef augað er lagt við, til ljósakerfisins sem notað er í
ræðustól Alþingis. Þar þýðir rautt ljós að ræðutíminn sé liðinn, að
nú sé tími til kominn að setjast niður og hlusta. Hlýða. En af hverju
þessi mikla hræðsla við köll af þingpöllum? Hljóðtrektin Vituð ér
enn - eða hvat? með vísan sinni til hljóðstjórnunar og margræðni
hávaðahugtaksins gefur okkur vísbendingar um það. Rétt eins og
,,[ógreinil.]“ hér að ofan er í hornklofa og listaverkið í veggnum af-
markað af ramma veggjarins, eru þingfundir innrammaðir og af-
markaðir frá almenningi. Allur hávaði er bannaður á þingpöllum og
hlutverk gesta er að hlýða á „skynsamlegar“ umræður. Að hlýða á
það sem sagt er. Þá opnar verkið okkur leið að umræðu um hljóð-
menningu lýðræðisins í víðara samhengi áheyrendalýðræðisins.
Þessar andstæður eru kjarninn í táknmáli Vituð ér enn — eða
hvat? Verkið minnir á hina fornu sögu þingsins, þar sem lög voru
sögð upp af lögsögumanni og þingmenn urðu að leggja við eyrun,
og vekur jafnframt upp spurningar um hljóðmenningu þeirrar arf-
leifðar innan ríkjandi fyrirkomulags. Þá er verkið einnig eins og
skjöldur gegn „alræði augans“ sem einkennir ofuráherslu á sjón-
menningu í samtímanum. í þessu samhengi er mikilvægt að augað
og hið sjónræna er miðlægt í hugmyndafræði upplýsingarinnar.
Upplýsingin er myndhverfing og vísar til sjónarinnar og grunn-
hugmyndin er hvatning um að sjá betur eða skýrar, að losna úr
viðjum myrkurs og fáfræði en nýta ljósið mannkyninu til heilla.
Hljóðskúlptúrinn stendur með annan fótinn í myrkrinu og ómur