Skírnir - 01.04.2014, Side 76
74
HEMING GUJORD
SKÍRNIR
Juvikfolke. I fyrstu skáldsögunni, Juvikingar, vinnur hann með
vestur-norrænan menningararf. Nóbelsskáldið Sigrid Undset naut
mestrar hylli af þessum höfundum á alþjóðavettvangi. Á árunum
1920-22 gaf hún út þríleik sinn, Kristin Lavransdatter, og í kjöl-
farið fylgdu skáldsögurnar Olav Audunnssan i Hestviken og Olav
Audunsson og hans born á árunum 1925-27. Kristmann þýddi síðar
eina af skáldsögum Undset á íslensku, Fru Marta Oulie (1907), en
þýðingin kom út 1946. Þetta er ástæða til að nefna því það fólst
mikil viðurkenning í því að vera valinn til að þýða skáldsögur eftir
Nóbelsverðlaunahafann.
Bókmenntasögulegt samhengi
Johan Bojer, Olav Duun og Sigrid Undset voru þeir rithöfundar
sem voru mest í hávegum hafðir í Noregi á þessum tíma. Þau unnu
öll með norrænar fornbókmenntir, en á mismunandi hátt, og voru
fyrst og fremst þekkt fyrir það á alþjóðavettvangi. Kristmann
Guðmundsson átti það sameiginlegt með þessum höfundum að gera
norrænum menningararfi hátt undir höfði. Þegar Livets morgen var
gefin út í Bandaríkjunum 1936 var þess getið á bókarkápu að skáld-
sagan sameinaði gamla og nýja tíma, forna sagnaritun og nútímann:
„Like a reincarnation of ancient Viking sagas is this novel of mod-
ern Iceland." (Kristmann Guðmundsson 1936). Þessir höfundar
hafa hins vegar fengið ólíkar viðtökur í seinni tíð. Eftir að Undset
fékk Nóbelsverðlaunin hefur hún hlotið mesta viðurkenningu af
þessum höfundum, bæði heima og erlendis. Duun hefur hlotið
mikla viðurkenningu í Noregi, en á sér fámennan lesendahóp og er
óþekktur á alþjóðavettvangi. Bojer var á sínum tíma mjög vinsæll
höfundur, en er ekki lengur mikils metinn. Stöðu Kristmanns má
ef til vill líkja við stöðu Bojers í norskum bókmenntum í dag. Titill-
inn á skáldsögu Bojers, Den siste viking, hefði einnig verið hægt að
nota um aðalpersónuna Halldór Bessason í skáldsögu Kristmanns,
Livets morgen (1929).
Svipuð staða Bojers og Kristmanns í norskum bókmenntum í
dag sýnir okkur skuggahliðina á því viðurkenningarferli fkanon-
iseringsprosess) sem höfundar þurfa að fara í gegnum. Harold Bloom