Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2014, Síða 77

Skírnir - 01.04.2014, Síða 77
SKÍRNIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 75 (1994: 522) telur að það taki tvær kynslóðir fyrir rithöfunda að festa sig í sessi sem viðurkenndir höfundar. Duun og Undset hafa fest sig í sessi sem viðurkenndir ásamt Hamsun og Tarjei Vesaas frá þessu tímabili (Hagen o.fl. 2007, 2009). Allt eru þetta velþekktir höfundar í skandinavískum bókmenntum í dag. Kristmann tilheyrir stórum hópi höfunda sem voru þekktir og mikið lesnir á sinni samtíð, en hafa síðan fallið í gleymskunnar dá. Höfundur eins og Johan Falk- berget er einnig í þessum hópi, en hann var á sínum tíma talinn lík- legur til að fá Nóbelsverðlaunin. Kristmann tilheyrir því góðum hópi rithöfunda þótt þeim hafi ekki tekist að festa sig í sessi og lifa af meðal yngri kynslóða. En Kristmann er einnig að einhverju leyti utangarðsmaður í norskum bókmenntum. Hann var íslenskur en skrifaði og gaf út bækur á norsku. Bækur Kristmanns tilheyra því norskum bókmenntum og því hefði ekkert átt að standa í vegi fyrir því að þær yrðu hluti af norskri bókmenntasögu ef grundvöllur hefði verið fyrir því að fjalla um þær þar. Kristmann fékk inngöngu í Den Norske Forfatterforening árið 1930 (Ringdal 1993: 519), en það felur í sér viðurkenningu á starfi hans sem rithöfundar.2 For- sendan fyrir inngöngu í Rithöfundafélagið var að menn skrifuðu fagurbókmenntir og bókmenntaráð félagsins skar úr um hverjir fengu inngöngu. Noregur varð seint sjálfstætt ríki í samanburði við margar aðrar þjóðir. Ástæðurnar eru af sögulegum rótum spunnar; Noregur var hluti af Danmörku fram til 1814 og var eftir það í ríkjasambandi við Svíþjóð fram til 1905. „Den nye og vitale ,arbeidsdagenc som tar til i Norge etter 1905 er i en viss forstand ogsá várt farvel til Europa," skrifar Per Thomas Andersen (1984: 3). Þessi tímamót í sögu þjóðarinnar gerðu að verkum að ný tegund bókmennta leit dagsins ljós; nýraunsæislegar skáldsögur. Undset, Duun, Bojer og Falkberg- et eru fulltrúar fyrir nýraunsæið í norskum bókmenntum. Eldri bókmenntafræðingar hafa skilgreint verk þeirra sem „dikterisk kart- 2 Innganga Kristmanns í Rithöfundafélagið varð tilefni til umræðna árið 1934, en á þeim tíma var deilt um hvort Daninn Aksel Sandemose ætti að fá inngöngu í félagið (Ringdal 1993: 144). Sandemose fékk að lokum inngöngu í það en rithöf- undarferill hans sýnir einnig að það er hægt að verða viðurkenndur höfundur „í öðru landi“ en því sem maður hefur fæðst í (Hagen 2007).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.