Skírnir - 01.04.2014, Page 78
76
HEMING GUJORD
SKÍRNIR
legging av landet“ (Winsnes 1961, V: 484 o.áfr.). Bókmenntir voru
nú ritaðar í bæði þjóðernislegum og staðbundnum anda, en hér má
einnig sjá tengsl við hið þýska Heimatdichtung. Saga landsins varð
þessum höfundum að yrkisefni, en þó á mismunandi hátt. Bók-
menntasagan fékk einnig mikið vægi, einkum gullaldirnar í nor-
rænum bókmenntum, þ.e. sá bókmenntaarfur sem Norðmenn eiga
sameiginlegan með Islendingum. Það var einkum nýnorskufólkið
sem mat norrænar bókmenntir mikils.3 4
Hugmyndafræði og viðtökur
Þegar Kristmann gaf út sitt fyrsta skáldverk á norsku hefur hann
líklega getað gengið út frá því að norskur bókamarkaður væri
hliðhollur íslenskum rithöfundi. Fyrstu tvö verk hans hafa a.m.k.
nafn heimalands hans í titlinum; smásagnasafnið heitir Islandsk
kjcerlighet (1926) og næsta skáldsaga hans, Brudekjolen, hefur undir-
titilinn Roman fra Islandd Island hafði svipaða stöðu í Noregi og
Noregur og norskar bókmenntir höfðu erlendis, einkum í Þýska-
landi. Þessi lönd urðu að sýningarglugga fyrir hin framandi Norður-
lönd, þar sem fólk lifði í nánum tengslum við náttúruöflin og
siðmenningunni hafði enn ekki tekist að festa (eyðileggjandi) rætur.
Bókaforlagið og höfundurinn voru sér eflaust mjög meðvituð um
það hvaða þýðingu Island hefði á norskum bókamarkaði. Og af
hverju ekki? Listamenn verða líka að geta markaðssett sig og þá ætti
að vera óhætt að nota það sem markaðsfræðingarnir kalla ,hlut-
fallslegir yfirburðirh Maður verður að gera út á eigið ágæti; það sem
maður hefur og aðrir hafa ekki eins mikið af. Eftir fyrstu tvær bæk-
urnar hverfur svo ,hið íslenska' af titilsíðunni, en þá má gera ráð
fyrir að Kristmanni hafi tekist að festa sig í sessi sem ,norsk-ís-
lenskur* höfundur. Uppruni höfundarins heldur þó áfram að setja
mark sitt á bækur hans, bæði með nafni hans (reyndar ekki ritað
3 Þetta þekki ég af eigin reynslu frá nánustu fjölskyldu minni í Vestur-Noregi og
ömmu minni og afa sem voru fædd um 1910.
4 Sama undirtitil er að finna í þýskum og enskum þýðingum á skáldsögunni: Das
Brautkleid. Islandischer Roman (1930) og The hridalgown. A novelfrom Iceland
(1931).