Skírnir - 01.04.2014, Page 86
84
HEMING GUJORD
SKÍRNIR
Frásagnarlist skáldsögunnar og melodrama
Með Armann og Vildis, frá 1928, verður skáldskapur Kristmanns
Guðmundssonar nútímalegri. Sagan gerist á berklahæli sem er
staðsett í íslensku hraunlendi. Nokkrum árum áður höfðu Knut
Hamsun (Siste kapitel, 1923) og Thomas Mann (Der Zauberberg,
1924) notað heilsuhælið sem bókmenntalega rannsóknarstofu. Það
er við hæfi að benda á þessar hliðstæður hér því að Kristmann lætur
aðalpersónu sína falla í þunglyndislegar hugleiðingar í anda Scho-
penhauers. Þessi skáldsaga er ekki áhugaverð á okkar tímum fyrir
bókmenntaleg einkenni sín því að hún hefur losaralega byggingu
og er ekki velheppnuð sem bókmenntaverk frá listrænu sjónarmiði.
En efni hennar er áhugavert, einkum út frá félagssögulegu sjón-
armiði, þ.e. lýsingar höfundar á berklahælinu sem mikrokosmos,
samskiptum milli sjúklinganna og sambandi hjúkrunarfólks við
sjúklingana. Átakamikið dæmi um þetta er frásögn af dauða lítillar
stúlku sem að öllum líkindum lætur lífið vegna þess að sjúkraliði
misþyrmir henni; hún er neydd til að borða mat og hún virðist deyja
af völdum þess. Hér eins og oft áður stendur höfundurinn með lít-
ilmagnanum og þeim sem minnst mega sín í samfélaginu.
Skáldsagan Livets morgen, frá 1929, er með betri skáldsögum
Kristmanns. Hér tekst honum að fella atriði úr fornum ættardeilu-
sögum inn í nútímalegra bókmenntaform. Og það gerir hann á hríf-
andi hátt. Inngangurinn er áhrifaríkur. Við fylgjum eftir bátsfor-
manninum og Katanesbóndanum Halldóri Bessasyni þegar hann
heldur með mönnum sínum á sjóinn í slæmu veðri. Veður fer versn-
andi og Halldór á þá ekki annan kost en að láta bátinn reka með
veðrinu og gefa sig á vald náttúruöflunum. Hér sýnir höfundurinn
að hann hefur þekkt vel til þessara aðstæðna; að sigla á opnum báti
í slæmu veðri. Bátsmenn hafa heppnina með sér og báturinn kemur
að sandströnd á Hrauni. Á meðan stormurinn herjar er lífi Hall-
dórs lýst á tilþrifamikinn hátt. Þar kemur fram að Halldór er að
norðan, hörkutól, sem hefur yfirgefið heimasveit sína vegna ástar-
svika; besti vinur hans hafði tekið frá honum stúlkuna sem hann
ætlaði að kvænast. Þegar Halldór missir unnustu sína ákveður hann
einnig að gefa frá sér óðalsréttinn. Hann flyst til Kataness og býr