Skírnir - 01.04.2014, Page 97
SKÍRNIR
BANKAR í LJÓMA ÞJÓÐERNISHYGGJU
95
málastofnanir sem veittu lán þegar slíkt var nauðsynlegt fyrir
viðskipti. Islendingar fengu fjárforræði með stjórnarskránni árið
1874, á þúsund ára afmæli byggðar í landinu (Guðmundur Jónsson
2004). Landsbanki Islands var stofnsettur af ríkisstjórninni árið
1885 og hóf starfsemi ári síðar. Nafnið endurspeglaði tilgang hans,
að vera banki allra landsmanna í víðum skilningi, enda var um að
ræða blöndu af hefðbundnum banka og seðlabanka sem, með leyfi
ríkisstjórnarinnar, mátti prenta takmarkað magn peninga sem tryggðir
voru af ríkinu. I frumvarpinu um stofnun hans segir að tilgangur-
inn sé að „greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og styðja að
framförum atvinnuveganna“ („Alþingi" 1885: 61). Sparisjóðir komu
til sögunnar á þessum tíma en voru smáir og sjaldan langlífir. Nöfn
þeirra endurspegla það að hlutverk þeirra var fyrst og fremst að vera
þjónustuaðilar fyrir sitt heimasvæði, en sem dæmi má nefna að sá
fyrsti var kallaður Sparnaðarsjóður búlausra í Skútustaðahreppi.2
Upp úr 1870 náðu sparisjóðirnir sterkari fótfestu, aðallega með til-
komu Sparisjóðs Reykjavíkur. Árið 1904 stofnuðu danskir fjárfestar
banka á íslandi og þrátt fyrir að vera í eigu erlendra manna og vera
fyrsti vísirinn að fjármálastarfsemi með alþjóðlegri tengingu kusu
Danirnir að nefna hann íslandsbanka (Ásgeir Jónsson 2009). Bank-
inn fékk leyfi til útgáfu löglegrar íslenskrar myntar sem gerði hann
óbeint að nokkurs konar seðlabanka íslands. Ríkið hafði veitt at-
vinnugreinunum ýmsar fyrirgreiðslur með mismunandi leiðum sem
leiddi til stofnunar Búnaðarbankans árið 1929 sem hóf svo starf-
semi ári síðar (Guðmundur Jónsson 2004). íslandsbanki varð gjald-
þrota í upphafi kreppunnar miklu árið 1930 og tók ríkisstjórn
íslands yfir rekstur bankans og stofnaði nýjan banka, Utvegsbanka
íslands, sem varð að viðskiptabanka sjávarútvegsins (Ásgeir Jónsson
2009; Sveinn Agnarsson 2004). Þó að litið væri svo á að hlutverk
bankanna fælist í því að vera þjónustuaðilar ákveðinna hópa, var
jafnframt talið að bankar hefðu mikilvægu hlutverki að gegna til
þess að ísland yrði bæði nútímaleg og sjálfstæð þjóð. Gott dæmi
2 Það sama má einnig segja um eignarform þeirra sem var lögfest árið 1915, þar sem
eigendur stofnfjárskírteina áttu ekki ótakmarkað tilkall til hagnaðar sparisjóðanna
heldur fór hann einnig í varasjóð ætlaðan til samfélagslegra verkefna á heimasvæði
þeirra.