Skírnir - 01.04.2014, Page 110
108 KRISTÍN LOFTSDÓTTIR OG MÁR W. MIXA SKÍRNIR
og Rogoff (2011: 1681) sem halda því fram að almenningsálitið á
slíkum uppgangstímum feli í sér þá trú að ,,[v]ið [séum] klárari og
við höfum lært af fyrri mistökum ... byggt á traustum grunni, um-
bættum stoðum, tæknilegri nýsköpun og góða stjórnarstefnu“
(þýðing greinarhöfunda). Á íslandi var uppgangurinn fjármagnaður
með fé útlendinga sem er merkilegt í ljósi þeirrar sterku þjóðernis-
umræðu sem einkenndi hann.
Ef litið er á sögu bankakerfis á Islandi eins og við höfum gert
hér er forvitnilegt að sú umræða sem átti sér stað um íslenska fjár-
festa og bankamenn innan útrásarinnar hafði engin sýnileg tengsl
við sögulega þróun fjármálakerfis á Islandi eða bankana. Áherslan
var þess í stað lögð á óljóst víkingaeðli sem var úr takti við fjár-
málasögu landsins sem að ákveðnu leyti, eins og einn alþjóðlegur
bankastarfsmaður benti á, var einfaldlega ekki til staðar á íslandi
(viðtal tekið 2012). I sögu banka og fjármálastofnana er lítil áhersla
lögð á „skjóta ákvarðanatöku", „sjálfstæði" eða „sveigjanleika“ sem
mikilvæga þætti. Að sumu leyti á hér við hugtakið „tilbúnar hefðir"
(e. invented traditions), sem Hobsbawm (1983) er höfundur að,
þegar í nútímanum er sótt í smiðju hugmyndarinnar um landnáms-
manninn eða víkinginn og þannig vísað óbeint til sjálfstæðisbarátt-
unnar í upphafi 20. aldar (Kristín Loftsdóttir 2009). Hobsbawm
(1983) bendir einmitt á mikilvægi slíks á tímum mikilla þjóðfélags-
breytinga, þegar vinna þarf ákveðnum hugmyndum forræði, auka
samstöðu ákveðins hóps og réttlæta tilkomu lagskiptingar í sam-
félaginu. Á íslandi mátti sjá aukna stéttskiptingu í samfélaginu
samhliða mikilli (og jákvæðri) umræðu í fjölmiðlum um lífsstíl
þeirra sem voru í forsvari fyrir bankana og hina svokölluðu útrásar-
víkinga sem skapaði umhverfi eftirvæntingar og trausts (Már Wolf-
gang Mixa 2010).
Sú sterka samstaða sem var um útrásina endurspeglast vel í þeim
viðbrögðum sem fram komu á síðum viðskiptablaðanna þegar er-
lend matsfyrirtæki settu spurningarmerki við starfsemi íslensku
bankanna. Þar kemur skýrt í ljós hvernig gagnrýni á útrás bankanna
var gagnrýni á „okkur“ og því sjálfkrafa hluti af annarlegum sjón-
armiðum eins og fyrrnefndar tilvísanir endurspegla. Þessi áhersla á
„okkur" hefur gert gagnrýni sérstaklega erfiða eins og sjá má á