Skírnir - 01.04.2014, Blaðsíða 150
148
ÓFEIGUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
sem búa yfir þekkingu; það er leyfilegt á vissum tíma, upp að vissu
marki; í stríði eru til dæmis leyfi gefin til að drepa þótt yfirboðarar
hafi annars boðorðið „þú skalt ekki morð fremja“ í hávegum og
virða mannhelgi. Morð eru undir eðlilegum kringumstæðum
bönnuð en í stríði er sú bannhelgi opnuð og samþykkt af báðum
deiluaðilum, og gegnumbrotið gert leyfilegt ef farið er eftir ákveðnu
kerfi sem hefur verið opnað fyrir eða þanið út. Þá losnar um langþrá
í erótík með einhverju framandi; það eru kynmökþjóðanna og sam-
farir.
Þegar bannhelgi hefur verið opnuð er alltaf hætta á að ótak-
markað ofbeldi byrji að streyma í offorsi, því kjarnaofn ofbeldis er
órökrænn tilfinningalegur tryllingur sem fer alltaf úr böndunum ef
bannhelgi og skynsemi ná ekki í sameiningu að halda gegnumbrot-
inu í skefjum. Að brjóta allar reglur, setja allt á annan endann með
gegnumbroti á bannhelgi er þó stundað sem helgisiður um allan
heim í formi trúarathafna, uppskeruhátíða og kjötkveðjuhátíða. Frí
er gefið frá vinnu á helgum dögum, öllu er snúið við, ríkjandi sam-
félagsreglur brotnar, heimsmyndinni jafnvel snúið á hvolf, almenn-
ingur fær völdin og yfirvaldið er látið þræla. Hér á landi líkt og
annars staðar tíðkuðust helgileikir á miðöldum sem gengu út á slík
hlutverkaskipti, samfara drykk og áti. I dag einkennast hátíðir og
helgidagar mestmegnis af eyðslu og leyfi til líkamlegrar ofgnóttar og
óhófs. En bannhelgin er rofin eftir ákveðnu kerfi, og felst nautn
gegnumbrotsins, veislan, í því hversu fín línan er, og til að koma í veg
fyrir katastrófu er þessu haldið innan vébanda; hátíðin stendur
aðeins yfir í ákveðinn tíma og um hana gilda fyrirfram ákveðnar
reglur; þarna heldur sektin í taumana. Gegnumbrotið er því sam-
félagslega viðtekið í þessum tilfellum, því er gefið leyfi. Bataille telur
fullvíst að siðmenningin í heild sinni sé byggð á skipulögðu sam-
spili bannhelgi og gegnumbrots.
Brot gegn banni afhelgar það ekki, segir Bataille, heldur virðist
festa það enn frekar í sessi: „Gegnumbrotið er ekki andstæða banns-
ins, heldur fer fram úr því og fullgerir það“ (Bataille 1987: 66). Mörk
bannsins færast ekki lengra út þótt brotist sé í gegnum þau, engin
rýmkun á sér stað, bannið er aðeins það sem því er ætlað að vera.
Gegnumbrotið er ekki frjálst, það er alltaf bundið banninu og væri