Skírnir - 01.04.2014, Side 151
SKÍRNIR
GUÐDÓMURINN ER DÝR
149
ekki til án þess. Bæði bannið og gegnumbrotið verða að vera jafn
gildishlaðin, hugtökin hafa enga merkingu ein og sér og án hvors
annars (Sollers 1998: 75). Hugtökin leitast við að vega hvort annað
UPP'
Bataille vildi sýna hversu langt frá útreikningum skynseminnar
bannhelgin er, hversu tengd hún er öfgafullum tilfinningum eins og
ótta, reiði, og girndum gegnumbrotsins, og benti á að hið fáránlega
er skiljanlegt: bannhelgin er til þess að brjótast í gegnum hana;
bönnin eru til þess að brjóta þau (Bataille 1987: 67). Slíka þverstæðu
er auðvitað erfitt að samþykkja og hefur hún verið gagnrýnd (sjá
t.d. Éizek 2003: 55-56, 2009: 94-95).
En með fullyrðingunni er varpað ljósi á þetta órjúfanlega sam-
band og hvernig því er háttað, eða réttara sagt, þessi órofa samskipti
sem bannhelgi og gegnumbrot eiga í. Ekki aðeins er ekkert gegn-
umbrot án bannhelgi, heldur hvílir nautn gegnumbrotsins á bann-
helginni. Þessi nautn er að sjálfsögðu samofin þjáningunni, eða því
sem Bataille myndi kalla: bölvun gegnumbrotsins. Það ætti því ekki
að koma lesendum Batailles á óvart að höfundur Sögu augans
fagnaði ekki „kynlífsbyltingunni" sem átti sér stað í Frakklandi um
það leyti sem hann kvaddi þetta líf árið 1962.1
Stundum gleymist líka að bannhelgi getur staðið og verndað hið
heilaga svæði án gegnumbrots í raunveruleikanum, sjálfur mögu-
leikinn á saurguninni, það er, einskær tilhugsunin um gegnumbrot
sem bannhelgin vekur upp með tilvist sinni, er viðhald hennar; sam-
anber hið freudíska bergmál boðorðanna: „Þú skalt ekki girnast
konu náunga þíns; þú skalt ekki; þú skalt girnast! Dreptu!“ og svo
framvegis.
Heilagi heimurinn opnar sig fyrir takmörkuðum gegnum-
brotum, það er heimur veislunnar, þar sem maðurinn er sjálfráður,
hátt yfir hinu veraldlega, og nálgast Guð.2 Samkvæmt þessu hefur
1 Sjá Georges Bataille, Saga augans.
2 Georges Bataille 1987: 70-71. Eftirtektarvert ósamræmi er á milli útgáfna. I
Oeuvres Complétes X (1987) stendur að heilagi heimurinn sé heimur „la féte, des
souvenirs et des dieux.“ Það er veislunnar, minninganna og guðs. í útgáfu L’Erot-
isme frá 1957 stendur aftur á móti „la féte, des souverains et des dieux." Það er