Skírnir - 01.04.2014, Page 152
150
ÓFEIGUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
hið heilaga tvær mótsagnakenndar merkingar: viðfangsefni banns-
ins er heilagt, en bannhelgin skilgreinir hið heilaga undir neikvæð-
um formerkjum þannig að það sem er bannað verður eftirsóknar-
vert. Við nálgumst hið heilaga, jafnt sem hið fordæmda, um leið og
okkur ber að forðast það, með hrifningu og aðdáun. Og það er ein-
mitt annar liðurinn í tvíþættu hlutverki hins heilaga að draga okkur
að því. Hið heilaga er verndað með uppsettri bannhelgi og yfirvaldi,
og hinn vinnandi maður í veraldlega heiminum verður að lúta
ákveðnum reglum, boðum og bönnum, vilji hann komast í snert-
ingu við heilaga heiminn. I þessu kristallast guðhræðslan.
Maðurinn stillir sér upp í fjarlægð og dæmir heilaga svæðið í út-
legð en aðeins með þeim afleiðingum að það magnast upp samhliða
innilokaðri ofbeldishvöt; bannið fegrar allt sem það meinar aðgang
að (Bataille 1979: 179) þar til hann sogast aftur að því. Gegnum-
brotið gengur ekki út á að „frelsa“ hið heilaga með því að rífa niður
bannhelgina, hið heilaga á að haldast áfram heilagt svo það sé eftir-
sóknarvert, að það sé þess virði að komast frá hinu hversdagslega.
Gegnumbrotið er því aldrei þess megnugt að fletta heilaga heim-
inum upp á rönguna og opinbera gnægð hans; það myndi leggja
hann í rúst.
Án bannhelgi er enginn tilvistargrundvöllur fyrir gegnumbrot,
en Bataille telur ástæðuna fyrir þessum tveimur hliðum bannhelg-
innar, aðdráttarafli og fráhrindingu, ekki geta verið aðra en efna-
hagslega: „Bannhelgin er til þess að gera vinnu mögulega; vinna er
arðbær; á veraldlegu tímabili sem vinnu er úthlutað er neyslu haldið
í lágmarki samfara áframhaldandi framleiðslu. Helgidagar eru aftur
á móti dagar veislunnar" (Bataille 1987: 68). Á helgidögum er al-
menningi, vinnandi fólki sem hversdagslega heldur samfélaginu
gangandi, hleypt inn í hinn heilaga heim, helgidóminn. Á þessum
tyllidögum er samfélaginu að vissu leyti snúið á hvolf, almenningur
er verðlaunaður fyrir störfin, smáir skammtar af vonum og lof-
orðum uppfylltir í formi launa og náðar, fólki er leyft að brjótast,
eða réttara sagt, yfirvaldið krefst þess að það brjótist úr viðjum
alrædinu/sjálfræðinu. Þennan mismun í útgífunum mí sameina í hugtakinu
guðsminning sem ég vík síðar að [undirstrikanir mínar].