Skírnir - 01.04.2014, Side 173
SKÍRNIR TOGSTREITA fSLENSKRA STJÓRNMÁLA 171
fóru að heyrast að utan. Þegar rýnt er í virkni þessarar hugmyndar
sést til dæmis að þjóðarorðræðan sem hvílir á þessari pólitísku
sjálfsmynd lifir allar vendingar: Uppgangstíminn var skýrður út frá
hugmyndinni um einstaka eiginleika þjóðarinnar; hin hlið sjálfs-
myndarinnar um að erlendir aðilar ásælist íslensk verðmæti og þeim
beri að mæta af hörku tók svo við í hruninu; og loks, í endurreisn-
inni var aftur vísað í einstakan árangur í björgunarstarfinu með því
að skírskota til eðliseiginleika þjóðarinnar (sjá nánar Eiríkur Berg-
mann 2011: V. hluti).
Ég held því fram að íslensk stjórnmál verði best skýrð með þeirri
togstreitu sem jafnan er á milli áherslunnar á annars vegar sjálfstæði
og einangrun og svo hins vegar á opnun og þátttöku — hvor þáttur
nærir sína hlið pólitískrar sjálfsmyndar þjóðarinnar. Mörg af helstu
deilumálum landsins verða aðeins skiljanleg í ljósi þessarar tog-
streitu, svo sem deilurnar um NATO-aðildina, þátttöku í EFTA,
EES-aðildina, Evrópusambandsaðild, Icesave-málið, aðkomu er-
lendra fjárfesta í orkuiðnaði, tollavernd í landbúnaði, stöðu erlendra
kröfuhafa, fyrirkomulag gjaldmiðilsmála og mörg fleiri slík deilumál
sem klofið hafa þjóðina.
Ný gagnrýnin skipan
Kreppur í kapítalískri ríkisskipan eins og þeirri sem varð á íslandi í
hruninu leiða gjarnan til umræðu um uppstokkun og nýjan grunn
að efnahagskerfinu Qessop 2004). Á sama hátt vekja pólitískar
kreppur oft upp umræðu um endurskoðun stjórnmálakerfisins, til
dæmis um stjórnarskrármál (Elster 1995). Þetta er kallað stjórnar-
skrárstund (e. constitutional moment) (Teubner 2011). Kreppan á
Islandi var af slíkum toga. Hrunið hristi stoðir samfélagsins og fram
komu fjölmargar hugmyndir um gagngera endurreisn á end-
urnýjuðum samfélagsgrunni, svo sem um nýja stjórnarskrá, aðild
að ESB, saksókn á hendur „hrunverjum", aukna ábyrgð í stjórn-
málum og fyrirtækjarekstri, nýtt fjármálakerfi og endurnýjun fúins
flokkakerfis.
Hvað sem öðru leið varð gríðarleg gerjun í umræðunni og um
skeið leit út fyrir að fjöldi endurbótatillagna næði fram að ganga —