Skírnir - 01.04.2014, Side 175
SKÍRNIR
TOGSTREITA ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA
173
jafnt afl og misjafna stöðu í alþjóðakerfinu. Og meira að segja mjög
dramatíska framvindu — alþjóðlega fjármálakreppu, bankahrun,
örvæntingu innistæðueigenda, beitingu hryðjuverkalaga gegn sam-
starfsríki, deilu fyrir alþjóðadómstól, og loks, sigur Davíðs á Golíat.
Þegar rýnt er í málið að því loknu má draga fram nokkra þræði til
frekari skoðunar.
Þegar bankarnir á Islandi voru á fallanda fæti höfðu leiðtogar
áhrifamestu ríkja Vesturlanda komið sér saman um að bjarga fjár-
málakerfinu. Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Breta,
leiddi óformlega þá vinnu í tengslum við G8/G20 ríkin. Viðbrögðin
hér á landi vísuðu hins vegar í þveröfuga átt — bankakerfinu á Is-
landi var ekki við bjargandi og því féllu ofvöxnu bankarnir þrír um
koll hver af öðrum. I þeim atburðum hérlendis, sem voru andstæðir
því sem heimsleiðtogarnir höfðu komið sér saman um, má að
nokkru leyti finna skýringu á harkalegum alþjóðlegum viðbrögðum
gagnvart Islandi. Atburðirnir hér ógnuðu nefnilega þeirri viðleitni
að bjarga fjármálakerfi heimsins.
Ennfremur sést að þegar kreppan fór raunverulega að bíta fauk
samfélag Evrópuþjóða undir samræmdu regluverki út í veður og
vind og gamalgróin valdapólitík kom fram af fullum krafti og tók
yfir alþjóðleg samskipti. Þegar til kastanna kom hrifsaði hinn sterki
valdið til sín. Almennum leikreglum í alþjóðasamstarfi var endan-
lega vikið til hliðar þegar Bretar beittu svokallaðri hryðjuverkalög-
gjöf sinni (Anti-Terrorism, Crime and Security Act) til þess að
frysta eigur Landsbankans og um skeið íslenska ríkisins í Bretlandi
('The Landsbanki Freezing Order 2008). Á vef breska fjármála-
ráðuneytisins var Landsbankinn (og Seðlabanki Islands að sögn
einnig um stutt skeið) settur á lista yfir þá sem sættu sérstökum
refsiaðgerðum. Bankinn var þar í félagsskap útlagaríkja og voða-
verkasamtaka á borð við Al-keida, Talibana, Búrma, Norður-Kóreu
og Simbabve.
Á þessu sást vel hvernig pólitísk sjálfsmynd Breta, sem mjög var
lituð af hugmyndum þeirra um horfið heimsveldi sitt, virkar í
kreppuástandi; upphafsstaðan verður þá sú að búa sig undir hern-
aðaríhlutun í þeirri viðleitni að vernda breska hagsmuni. Þannig
höguðu Bretar sér ávallt á heimsvaldatíma sínum. En slíkum að-