Skírnir - 01.04.2014, Page 178
176
EIRÍKUR BERGMANN
SKÍRNIR
skakkaföllum í fjármálakreppunni, skammt þar á eftir koma svo
Eystrasaltsríkin (OECD 2011). En gera má ráð fyrir að við hefðum
jafnvel orðið fyrir tvöfalt meiri kostnaði hefði fé fengist til þess að
fleygja á bál bankanna.
Annar áhugaverður þáttur í efnahagsþróuninni er sá að hrun
bankanna kom ekki svo mjög niður á framleiðslugetu landsins.
Framleiðslufyrirtækin í sjávarútvegi, heilbrigðisvísindum og upp-
lýsingatækni urðu aflvél endurreisnarinnar. Opinberar hagtölur
sýna að viðsnúningur efnahagslífsins varð frá hausti 2010 þegar
vöxtur hófst á ný (IMF 2012). Með samhentu átaki tókst ennfremur
að halda atvinnuleysi nokkuð í skefjum, að hluta til með handafli í
gegnum opinberar aðgerðir. Nú sést einnig að verðbólgan sem rauk
af stað hefur hjaðnað, að minnsta kosti um skeið.
Gjaldeyrishöftin sem enn eru í gildi skekktu hins vegar at-
vinnulífið frá degi til dags og því meira eftir því sem tíminn leið.
Alvarlegasta áskorunin sem við blasir er sú að framangreindur galli
í sjálfri uppbyggingu efnahagskerfisins er óleystur. Einmitt vegna
þess að enn hefur ekki tekist að vinna nægjanlega á kerfisgalla hins
smáa gjaldmiðils á stórum markaði, sjást til dæmis nú þegar merki
nýrrar bólumyndunar á eignamarkaði. Eða eins og skáldið mælti:
Here we go again!
Heimildir
Baldvinsdóttir, Herdís Dröfn. 1998. Networks of Financial Power in Iceland. Dokt-
orsritgerð, Lancaster University.
Bergmann, Eiríkur. 2014a. „Iceland: A Postimperial Sovereignty Project." Coo-
peration and Conflict 49 (1); 33-54.
Bergmann, Eiríkur. 2014b. Iceland and the International Financial Crisis: Boom,
Bust and Recovery. Basingstoke og New York: Palgrave Macmillan.
Byrne, Elaine og Huginn F. Þorsteinsson. 2012. „Iceland: The Accidental Hero.“
Default: The Good, the Bad, the Ugly. Ritstj. C. Larkin og B. Lucey, 135-149.
Dublin: Blackhall Press.
Chartier, Daniel. 2011. The End of Iceland’s Innocence: The Image of Iceland in the
Foreign Media During the Crisis. Ottawa: University of Ottawa Press.
EFTA Court. 2013.Judgmentof the Court28 January 2013 In Case E-16/ll. (2013,01).
Eiríkur Bergmann. 2011. Sjálfstceð þjóð — trylltur skríll og landráðalýður. Reykja-
vik: Veröld.