Skírnir - 01.04.2014, Page 181
SKÍRNIR SKIPTIR DÆGURTÓNLIST MÁLI? 179
I þessari grein verður slíkri félagsfræðilegri nálgun beitt til að gera
grein fyrir því hvernig íslensk dægurtónlist breyttist úr öskubusku
í prinsessu á fáum áratugum. Leiðarljósið verða rannsóknir og hug-
tök franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu. Hann sýndi meðal
annars fram á að kvikmyndagagnrýni, ljósmyndagagnrýni og sjón-
varpsgagnrýni gegndi lykilhlutverki í að draga athygli að listrænum
verðleikum menningarstarfsemi sem áður taldist til lágmenningar
(Bourdieu 1998) og hér verður sjónum beint með svipuðum hætti að
hlut poppgagnrýni í prinsessusögu popptónlistar.
Örsaga íslenska rokksins
Á íslandi hefur dægurtónlist markað sér allskýran sess allt frá
heimsstyrjöldinni síðari. Andstætt útbreiddri skoðun (sjá t.d.
myndina Gargandi snilld) spratt skapandi íslensk rokktónlist ekki
upp úr engu með tilkomu pönksins, heldur urðu einstakir þættir
hennar smám saman til frá því að rokkið nam hér land um 1957
(Gestur Guðmundsson 1990, 1993, 1999). í þeirri sögu varða eftir-
talin atriði miklu:
I rokkbylgjunni í lok sjötta áratugs liðinnar aldar voru ekki bara
dægurtónlistarmenn að tileinka sér ný stílbrigði, heldur verður þar
til ný fagurfræðileg ástundun meðal ungs fólks af ólíkum félags-
legum uppruna. Hún birtist meðal annars í klæðaburði, líkamlegu
látbragði, söngstíl, dansi, í bylgju áhugamennsku í hljóðfæraleik og
margvíslegu félagslegu atferli. Einnig voru gerðir athyglisverðir
rokktextar á íslensku, en það var þá sjaldgæft utan hins enskumæl-
andi heims.
I kjölfar bítlabylgjunnar hefja ungir sjálfmenntaðir tónlistar-
menn að semja tónlist sína sjálfir. I kjölfar hippabylgjunnar verður
tónlistin metnaðarfyllri og njótendur tónlistarinnar kröfuharðari.
Þessi nýja sköpun nær þó ekki að marki til textagerðar fyrr en um
1975, og er ástæða til að nefna þar sérstaklega Þorstein Eggertsson,
Megas, Stuðmenn og Magnús Eiríksson.2
2 „Nú má heita að öll dægurtónlist sé sprottin af áherslum og hrynjandi enskunnar
þótt grunnrytmann megi rekja í ýmsar áttir. Hægt er að fella íslenskuna ágætlega