Skírnir - 01.04.2014, Síða 193
SKÍRNIR
SKIPTIR DÆGURTÓNLIST MÁLI?
191
armenn hefðu ekki reynt að tileinka sér nýja ferska strauma, svo
sem djassrokk, reggae, pönk og nýbylgju og gera úr þeim eigin
frumlega tónlist (Jónatan Garðarsson 1979).
I sömu mund og Jónatan ritaði þessa predikun var pönkið loks
að nema land á Islandi. Fræbbblarnir og fleiri héldu tónleika en
áhangendur voru fáir og líktust litlum sértrúarhópi. Sumarið 1980
spratt foringi hinnar nýju bylgju fullskapaður upp úr slorinu; þótt
Bubbi og Utangarðsmenn flyttu hart og hrátt rokk fremur en pönk,
voru textar þeirra pönkaðir og í kjölfar þeirra komust pönkhljóm-
sveitir landsins í sviðsljósið og aðrar spruttu fram. I þessu ferli
gegndu poppgagnrýnendur og fjölmiðlamenn af svipuðum toga
meira hlutverki en fyrr. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agn-
arsson kynntu pönk og nýbylgju á vandaðan hátt í sínum geysivin-
sæla útvarpsþætti, Aföngum. Á blöðunum sátu fyrir reyndir
skriffinnar eins og áðurnefndir Jónatan Garðarsson, Ásgeir Tómas-
son og Gunnar Salvarsson, svo og Sigurður Sverrisson á Morgun-
blaðinu. Þeir höfðu skrifað hófstillta gagnrýni um allt frá poppi til
framúrstefnu, en nú lýstu sum skrif þeirra miklum fögnuði og stíll
þeirra varð tilþrifameiri. Sérhver ný pönkhljómsveit, sem hafði
kannski æft nokkrum sinnum í bílskúr og stigið síðan á svið, fékk
nú uppörvandi ummæli. Þegar plöturnar byrjuðu að streyma frá ör-
fyrirtækjum eins og Gramminu, Eskvímó og Rokkfræðsluþjónust-
unni leituðust gagnrýnendur við að kynna framleiðsluna fyrir
lesendum sem voru tæplega allir orðnir sannfærðir, enda lásu allir
landsmenn dagblöð um þær mundir en sé miðað við plötusölu (sjá
síðar) höfðu innan við eitt prósent þeirra öðlast smekk fyrir pönki.
Að undanskildum skammvinnum átökum hafði íslensk popp-
gagnrýni verið allsamtaka um alhliða og uppbyggilega umfjöllun
um íslenskt popp. Á pönktímanum mynduðust hins vegar fjöl-
breytilegri afstöður á vettvangi, þar sem allir voru þó sammála um
að viðfangsefnið skipti miklu máli og það væri skemmtilegt og mik-
ilsvert að skoða það frá ólíkum sjónarhornum.
Jón Viðar Sigurðsson (f. 1958), ungur og nýr poppskríbent
Þjóðviljans, lagði alla áherslu á það skaut vettvangsins, sem Bourdieu
kennir við sjálfræði. Hann kostaði kapps um að kynna pólitískar
framúrstefnuhljómsveitir eins og Fall, Crass og Cure, og listrænn