Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 32

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 32
 32 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 og vinna út frá þeim. Brjóstagjafaráðgjafar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar sem starfa við umönnun mjólkandi mæðra geta greint vandann, veitt fræðslu, stuðning og ráðgjöf og í framhaldinu ákveðið viðeigandi meðferð í samráði við mæður og lækna sé þörf á lyfjameðferð t.d.vegna sýkinga. AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og stuðst við fyrirbærafræðalega nálgun. Í fyrir- bærafræði er leitast við að kynnast reynslu- heimi viðmælanda, hvernig einstaklingar upplifir það sem fyrir ber (Björn Þorsteins- son, 2006). Fyrirbærafræði er eigindleg rannsóknaraðferð sem ætlað er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Leitast er við að öðl- ast skilning á reynslu og upplifun mæðra á verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf og þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði. Siðfræði rannsóknarinnar Áður en gagnaöflun hófst var rannsóknin til- kynnt með bréfi til Persónuverndar. Tilskilin leyfi voru fengin hjá yfirlækni á kvennasviði Landspítala og hjá siðanefnd Landspítala. Þátttakendur gáfu skriflegt upplýst sam- þykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Upp- lýsingar voru skráðar undir dulnefni til að tryggja nafnleynd. Val á þátttakendum Fyrsti höfundur sem tók viðtölin valdi tíu mæður til að taka þátt í rannsókninni. Hann komst í kynni við mæðurnar þegar þær dvöldu á Sængurkvennadeild Landspítalans og fékk hjá þeim munnlegt leyfi til að skrá niður nafn þeirra og símanúmer í þeim til- gangi að hafa samband við þær síðar ef leyfi fengist fyrir rannsókninni. Úrtakið var því þæginda- og tilgangsúrtak. Mæðurnar fundu allar fyrir verkjum í geirvörtum við upphaf brjóstagjafar. Þegar leyfi fyrir rann- sókninni lágu fyrir var mæðrunum sent kynn- ingarbréf og viku síðar var haft samband við þær símleiðis og óskað eftir þátttöku þeirra í rannsókninni. Allar mæðurnar samþykktu þátttöku í rannsókninni. Þær voru á aldr- inum 18 til 42 ára og allar nema ein í sam- búð með barnsföður. Menntun þeirra er frá grunnskólaprófi til háskólamenntunar. Fjórar búa á landsbyggðinni og sex á Reykjavíkur- svæðinu. Þrjár fæddu tvíbura og sjö einbura og er hlutfall frumbyrja og fjölbyrja jafnt. Þrjár hættu brjóstagjöf við 6-7 vikna aldur Hér áður fyrr var mæðrum ráðlagt að beina geirvörtunni beint upp í munn barns- ins við brjóstagjöf. Nú er mæðrum ráðlagt að beina geirvörtunni í átt að nefi barnsins, bíða þar til barnið opnar munninn vel og þrýsta barninu vel að sér. Barnið nær með þessu móti stærri hluta af vörtubaugnum undir geirvörtunni uppí sig og gengur betur að sjúga brjóstið. Rannsóknir krabbameinslækna hafa varp- að nýju ljósi á gerð mjólkurganga í brjóstum andstætt því sem áður hefur verið haldið fram er ekki víkkun á mjólkurgöngum undir vörtu- baug geirvörtu (Rusby, Brachtel, Michaelson, Koerner & Smith, 2006). Hinir svokölluðu safngangar eru ekki til. Í rannsókn Geddes o.fl. frá 2008 er rökstutt að sog barnsins eigi stóran þátt í að mjólk berist frá móðurbrjósti til barns og að bylgjuhreyfingar tungu skipti ekki eins miklu máli og áður var talið. Vís- bendingar hafa komið fram um að sterkt sog barna geti stuðlað að verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf (McCellan, Geddes, Kent, Gar- bin, Mitoulas & Hartmann, 2008). Þegar barn er ekki lagt rétt á brjóst geta komið áverkar á geirvörtur, roði, þroti, bólga, fleiður, skrámur, blöðrur, sprungur eða sár. Áverkarnir og verkirnir sem þeim fylgja geta leitt til þess að mæður hætti brjóstagjöf fyrr en þær höfðu ætlað sér (Dodd & Chalmers, 2003; Lavergne, 1997; Ziemer, Cooper & Pigeon, 1995). Með því að skoða lögun geirvörtu strax eftir að barn hefur verið tekið af brjósti er hægt að greina hvort barnið hefur tekið brjóstið rétt eða rangt. Sé vörtubroddurinn jafn rúnaður allan hringinn hefur barnið líklegast tekið brjóstið rétt. Sé vörtubroddurinn skakkur, líkt og gómlaga snuð hefur barnið náð slæmu taki á brjóstinu þannig að álagið verður of mikið á geirvörtuna. Sé geirvartan skökk í munni barns kemur gjarnan klemmufar þvert yfir vörtubroddinn, sem getur þróast yfir í sár sé ekkert að gert. Tungllaga far á mörkum geir- vörtu og vörtubaugs getur verið vísbending um að tog sé á geirvörtuna við brjóstagjöf (Wilson-Clay & Hoover, 2002). Aðrar undir- liggjandi ástæður fyrir verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf geta verið bakteríusýking (Tait, 2000), sveppasýking (Wiener, 2006), tunguhaft (Wallace og Clarke, 2006), exem (Barankin & Gross, 2004) og Raynaud´s heil- kenni (Anderson, Held & Wright, 2004). Til þess að tryggja sem best árangursríka meðferð við verkjum í geirvörtum er mikil- vægt að greina undirliggjandi orsakaþætti Key words: Breastfeeding, lactation ex- perience, nipple pain, sore nipple, fatigue and anxiety. INNGANGUR Þessi rannsókn fjallar um reynslu og líðan kvenna sem hafa fengið verki í geirvörtur við upphaf brjóstagjafar. Mikilvægt er að rann- saka hvaða áhrif verkir hafa á framvindu brjóstagjafar, upplifun og líðan mæðra. Einnig vantar upplýsingar um það hvaða meðferðarúrræði hafa reynst gagnleg við verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf. Samkvæmt rannsókn Dodd og Chalmers (2003) eru verkir í geirvörtum algeng orsök þess að konur hætta með börn sín á brjósti en um 33-96% mjólkandi mæðra finna fyrir verkjum í geirvörtum á brjóstagjafatím- anum. Nákvæm greining á orsökum verkja í geirvörtum og árangursrík meðferð við þeim getur komið í veg fyrir sár á geirvörtum, ófullnægjandi mjólkurframleiðslu og að móðir hætti með barn sitt á brjósti fyrr enn ráðlagt er (Lavergne, 1997). Tekin voru viðtöl við tíu mæður sem hafa fengið verki í geirvörtur við brjóstagjöf, til að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hver er reynsla kvenna af því að vera með verki í geirvörtum við brjóstagjöf? 2. Hafa verkir í geirvörtum áhrif á framvindu brjóstagjafar? 3. Hver er reynsla kvenna af meðferðarúr- ræðum? 4. Hver er reynsla kvennanna af stuðningi ljósmæðra og annarra heilbrigðisstarfs- manna? FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Verkir í geirvörtum við brjóstagjöf eru afar algengir og samkvæmt yfirlitsgrein Mor- land-Schulz og Hill (2005) virðast verkirnir vera verstir á þriðja degi eftir fæðingu, fara minnkandi frá og með sjöunda degi og geta varað í allt að sex vikur eftir fæðingu. Í kerfis- bundinni skoðun þeirra á átján rannsóknum sem birtar höfðu verið á árunum 1983 til 2004 og fjölluðu um fyrirbyggingu og með- ferð á verkjum í geirvörtum hjá mjólkandi mæðrum kom fram að ef barn tekur brjóst ekki rétt, barn er tekið óvarlega af brjósti eða að móðirin er með flatar eða innfallnar geirvörtur getur móðirin fengið verki í geir- vörtur við brjóstagjöf. Í yfirlitsgreininni kom einnig fram að fræðsla um rétta brjósta- gjafatækni er öflugasta forvörnin gegn verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.