Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 34

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 34
 34 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 skárra, örugglega af því að þau sugu alltaf endann á geirvörtunni og það var skárra með pumpunni.“ Að upplifa bæði fræðslu og skort á fræðslu Mæðurnar töldu að fræðsla um brjóstagjöf á meðgöngu hefði verið of lítil. Fræðsla og stuðningur í sængurlegunni fékk jákvæða umfjöllun. En hefur líklega verið ófullnægj- andi í ljósi þess að mæðurnar fengu allar verki í geirvörtur við brjóstagjöf. Edda sagði: „ Ég fór á námskeið hjá Heilsuverndarstöðinni og þar var aðeins farið í þetta (brjóstagjöf), en kannski ekkert of mikið. “ Þóra sagði: „Mér finnst að það vanti kennslu um brjóstagjöf á meðgöngunni.“ Edda sagði um sængurleguna: „Mér fannst ég fá góða þjónustu og vel hugsað um okkur.“ „Svo voru þær rosalega duglegar að hjálpa mér að leggja hana á og svara spurningum.“ Að vita að maður kemst út úr þessu Í viðtölunum kom fram mikilvægi þess að mæðurnar vissu að verkir í geirvörtum við brjóstagjöf eru í flestum tilvikum byrjunar- vandamál. Fullvissan um að komast út úr vandanum studdi mæðurnar í því að halda brjóstagjöfinni áfram. Þóra sagði: „Það var búið að segja mér að þetta tæki nokkra daga og ég vissi að ég var að gera rétt. Ég trúði því að þetta myndi taka nokkra daga og svo myndi þetta lagast.“ Vigdís sagði: „Það er líka nauðsynlegt að vita að maður kemst út úr þessu, ég vissi það, það var mín sannfæring allan tímann. Það er líka hjálplegt að vita það, að þetta er svona tímabil og maður kemst út úr því. Ég efaðist aldrei um að ég gæti haft barnið á brjósti.“ UmRÆÐUR Þetta er fyrsta eigindlega rannsóknin á Ís- landi um reynslu og líðan mæðra sem fá verki í geirvörtur við brjóstagjöf. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningum fjórum út frá niðurstöðum rannsóknarinnar og með tilvísun í fyrri rannsóknir. 1. Hver er reynsla kvenna af því að vera með verki í geirvörtum við brjóstagjöf? Flestar mæður áttu í erfiðleikum með að leggja börn sín rétt á brjóst. Þessi reynsla Að finna fyrir vanmáttarkennd Sú tilfinning að vera að bregðast barninu og vera ekki nógu góð móðir kom fram hjá nokkrum konum, í tengslum við erfiðleika við brjóstgjöf og að þurfa að hætta brjósta- gjöf. Helga sagði: „Ég var alveg í rusli, hafði ekki hugmynd um að mjólkin ætti ekki eftir að flæða um, ég vissi ekkert að það væri eðlilegt að það tæki nokkra daga að koma brjóstagjöfinni í gang.“ Ingibjörg sagði: „Mér fannst ég ekki nógu góð mamma, að hann gæti ekki bara drukkið hjá mér, skilurðu.“ Að vinna sig út úr vandanum Mæðurnar sögðu frá mismunandi aðferðum sem nýttust til þess að vinna sig út úr vand- anum. Þær voru að leggja barn rétt á brjóst, að bleyta vörtur fyrir gjöf, nota plastfilmu til að hlífa geirvörtum milli gjafa, nota mexi- kanahatt til að hlífa sárum geirvörtum við brjóstagjöf og mjólka sig til að viðhalda mjólkurframleiðslu. Vigdís sagði frá reynslu sinni af notkun mexikanahatts: „Þá í fyrsta lagi minni sárs- auki, þannig að álagið dreifist á vörtuna og það fer meira af vörtunni inn í hettuna, stærri flötur, ég hafði einhvern veginn aldrei náð að koma svona miklu holdi uppí barnið, ég hafði engan veginn náð að láta hana sjúga þetta mikinn hluta af brjóstinu, sem að þá minnkaði álagið.“ Helga sagði frá reynslu sinni af notkun mexikanahatts: „Ég las grein um að þetta væri svo voðalegt og hættulegt, en ég hef ekki þá reynslu af þeim. Þeir björguðu mér alveg sko. Og maður var alveg að fara yfirum þarna. Nei, ég segi svona, vegna sársauka.“ Þóra sagði frá reynslu sinni af því að bleyta geirvörtur með vatni fyrir gjöf: „Mér var bent á að bleyta vörturnar fyrir gjöf, þá var ekki eins vont þegar hann byrjaði að sjúga, mér fannst það algjör snilld.“ Soffía sagði frá reynslu sinni af því að nota plastfilmu til að hlífa geirvörtum milli brjóstagjafa fyrir núningi frá fötum: „Ég not- aði „selló“ og það hjálpaði rosalega. “ Þóra sagði: „Það er reyndar mjög þægi- legt að hafa filmu ef manni er alveg rosa- lega illt og maður vill ekki að fötin komi við mann. Þá passar það, þá er það gott.“ Guðrún tvíburamóðir sagði: „En svo fékk ég brjóstapumpuna sko og það var aðeins var að drekka og þegar maður var að leggja á. Ég var bara eitthvað pirruð. Ég svaf ekk- ert og maður verður bara andlega ómögu- legur.“ Ingibjörg sagði: „Mér fannst ég ekki vera nógu góð mamma, að hann gæti ekki bara drukkið hjá mér, skilurðu. Svo sat ég heima og grenjaði, að reyna að láta hann drekka og bara ekkert gekk, mér leið alveg ógeðs- lega illa sko.“ Að fá áverka á geirvörtur við brjóstagjöf Algengustu áverkarnir voru klemmusár. Einnig var sagt frá blöðrum, sprungum, fleiðri, hrúðri, þunnri rauðri húð og blæð- andi sárum. Sárin komu yfirleitt á þriðja degi og voru oftast viku til tíu daga að gróa. Soffía sagði: „Ég fékk rosalegar blöðrur á bæði brjóstin ... þetta hefur verið í svona viku eftir að ég kom heim að jafna sig.“ Guðrún sagði: „Það blæddi bara úr brjóstunum á mér ... það var alltaf eins og hrúður á geirvörtunum.“ Að finna fyrir kvíða tengdum brjóstagjöf Kvíði hafði ýmsar birtingarmyndir, kvíði fyrir því að brjóstagjöf myndi ekki ganga vegna slæmrar brjóstagjafareynslu og kvíði fyrir að leggja barn á brjóst vegna verkja. Erla sagði: „Ég var strax farin að kvíða fyrir því (brjóstagjöfinni) og ég var búin að tala um það í mæðraverndinni hvort ég gæti eitthvað undirbúið mig, ég fékk ekkert út úr því. “ Birna sagði: „Ég kveið fyrir að leggja þá á brjóst og svo stífnaði ég alveg, það var ekk- ert annað að gera og svo slakaði ég á eftir smá stund.“ Að finna fyrir þreytu tengdri brjóstagjöf Foreldrar voru eru mjög þreyttir í sængurleg- unni og mæðurnar einnig til lengri tíma. Anna tvíburamóðir sagði: „Við vorum alveg úrvinda.“ Edda sagði: „Þegar ég var búin að vera inni í þrjá daga, þá var ég ekkert búin að sofa, þá tóku þær hana fram eina nótt og ég fékk bara svefntöflu og fór að sofa.“ Birna tvíburamóðir sagði: „Mér fannst alveg svakalegur gestagangur (á sængur- kvennadeildinni), ég grenjaði oft þegar fólk fór.“

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.