Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 36
 36 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 hægt að leiðbeina konum um rétta brjósta- gjafatækni og fylgja þeim leiðbeiningum eftir á markvissan hátt, í þeim tilgangi að minnka líkur á sáramyndun sem leitt getur til verkja í geirvörtum við brjóstagjöf. LoKAoRÐ Af niðurstöðum rannsóknarinnar má læra að verkir í geirvörtum við brjóstagjöf geta haft veruleg áhrif á framvindu brjósta- gjafar og lífsgæði mæðra. Í rannsókninni kemur fram að konur finna fyrir andlegri vanlíðan, þreytu, kvíða og vanmáttarkennd í tengslum við erfiðleika við brjóstagjöf. Konurnar þurfa á umönnun og stuðningi að halda meðan þær vinna sig út úr vandanum og væri áhugavert að skoða frekar hvernig staðið er að eftirfylgni og ráðgjöf til mæðra eftir að heim er komið. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um reynslu kvenna af verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf. Í ljósi þess er þetta rannsóknar- verkefni mikilvægt, það varpar ljósi á líðan og reynslu mæðra af verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf, hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar til að fyrirbyggja og meðhöndla verki í geirvörtum við brjóstagjöf. Fleiri og stærri alþjóðlegra rannsókna er þörf til að meta hvaða meðferðarúrræði reynast best við verkjum í geirvörtum og hvernig best er hægt að efla sjálfsöryggi mæðra við brjósta- gjöf og stuðla þannig að bættri líðan og farsælli brjóstagjöf. Heimildaskrá Amir, L., Dennerstein, L., Garland, S., Fisher, J. & Farish, S. (1996). Psychological aspects of nipple pain in lactating women. J. Psychosom Obstet Gynecol,17, 53-58. Anderson, J.E., Held, N. & Wright, K. (2004). Ray- naud´s phenomen of nipple: a treatable cause of painful breastfeeding. Pediatrics,113(4), 360-365. Barkin, B. & Gross, M.S. (2004). Nipple and areolar eczema in the breastfeeding woman. Journal of Cutaneous Medicine and Surgery: Incorpo- rating Medical and Surgial Dermatology. Sótt 13. október 2006 úr Springer link gagnagrunni. Beck, C.T. (1992). The lived experience of post- partum depression: a phenomenological study. Nursing Research, 41(3), 166-170. Björn Þorsteinsson (2006). Vitund og viðfang: Ágrip af grunnhugtökum fyrirbærafræðinnar. Óútgefin gögn. Blyth, R.J., Creedy, D.K., Dennis, C.L., Moyle, W., Pratt, J., De Vries, S.M. & Healy, G.N. (2004). Breastfeeding duration in an Australian population: the influence of modifiable an- tenatal factors. Journal of Human Lactation, 20(1), 30-38. sín eingöngu á brjósti eins og ráðlagt er (Blyth o.fl., 2004; Laanterä o.fl., 2011). Styrkleikar og veikleikar rannsóknar Meginstyrkleikar rannsóknarinnar eru að mæður lýstu með eigin orðum líðan sinni á brjóstagjafatímanum og ákveðinn sam- hljómur virðist vera milli reynsluheima mæðranna. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að fyrsti höfundur sem tók öll viðtölin er að gera sína fyrstu rannsókn og gæti það haft áhrif á gæði og dýpt viðtalsgagnanna. Hagnýting rannsóknarinnar Rannsóknin bætir við þekkingu um reynslu kvenna af því að vera með verki í geirvörtum við brjóstagjöf og skal þar helst nefna að konurnar segjast upplifa slæma verki, sem þær meta með tölugildinu 7 eða hærra á VAS skala. Þetta er hærra gildi en áður hefur sést í erlendum rannsóknum. Þessi niður- staða er gagnleg fyrir okkur ljósmæður sem önnumst konurnar og hvetur okkur til að auka fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu og í sængurlegu með það markmið að fyrirbyggja verki í geirvörtum við brjóstagjöf. Mikilvægast er að ljósmæður kenni konum og athugi hvernig börnin taka brjóstið en það er öflugasta leiðin til að fyrirbyggja verki í geirvörtum við brjóstagjöf. Koma þarf í veg fyrir að barn taki of lítið af brjóstinu uppí sig og nái að særa geirvörtur móður sinnar. Hægt er að nota sýnikennslu til að kenna mæðrum réttu handtökin við að leggja barn á brjóst. Ein leið er að ljósmóðir styður við axlir barns með hendi og þrýstir barninu að brjósti móður þegar barnið opnar munninn uppá gátt. Móðirin hermir síðan eftir hand- tökum ljósmóðirinnar og æfingin skapar meistarann. Mikilvægt er að ljósmóðir gefi sér góðan tíma og meti í samráði við móður hvernig barnið tekur brjóstið. Mæðurnar í þessari rannsókn virðast ekki hafa fengið næga leiðsögn við að leggja börn sín á brjóst á sængurkvennadeildinni, þrátt fyrir að þær hafi talið sig fá góða þjónustu þar. Til að bæta vinnulag í sængurleguþjónustu væri æskilegt að farið verði að ráðum amerískra barnalækna um að ljósmóðir fylgist með því hvernig barn tekur brjóst tvisvar á dag, áður en móðir og barn útskrifast heim. Fyrirmæli um þetta og niðurstöður athugunar mættu koma inn í hjúkrunarskráningu (Cadwell, 2007). Með því að fylgjast reglubundið með því hvort barn tekur brjóst rétt ætti að vera hattinn í tvær vikur og voru meðvitaðar um að brjóstamjólkurframleiðslan gæti minnk- að við það, þær brugðust við því með því að hafa börnin lengur á brjósti í hverri gjöf. Á þeim tíma styrktist húðin á geirvörtunum, börnin náðu að taka brjóstið rétt uppí sig og verkir við brjóstagjöf hurfu smám saman. Af þessu má draga þann lærdóm að mexi- kanahattur getur í sumum tilvikum átt við sem bjargráð við verkjum í geirvörtum við brjóstagjöf. Mikilvægt er að styðja mæður í því að nota þau bjargráð sem þær hafa góða reynslu af. 4. Hver er reynsla kvennanna af stuðn- ingi ljósmæðra og annarra heilbrigðis- starfsmanna? Mæðurnar töldu fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu hafi verið ábótavant. Í rann- sókn sem gerð var í Bandaríkjunum og birt árið 2006, höfðu konur sömu sögu að segja (Moore & Coty, 2006). En fræðsla um brjóstagjöf í mæðravernd stuðlar að sjálfsöryggi mæðra til brjóstagjafar og hefur jákvæð áhrif á lengd brjóstagjafar (Laanterä o.fl., 2011). Mæðurnar voru hins vegar til- tölulega ánægðar með þá þjónustu sem þær fengu í sængurlegunni. Fræðsla um brjóstagjöf á meðgöngu og í sængurlegu er talin vera mjög áhrifarík leið til að stuðla að brjóstagjöf (Buchko o.fl.,1993; Duffy o.fl., 1997 ; Hong o.fl., 2003; Rennie o.fl.,2009) og sérstaklega fyrir konur sem eru að eignast sitt fyrsta barn (Hong, ofl., 2003; Laanterä o.fl., 2011). Einnig er talið að nám- skeið á meðgöngu sem hafa það markmið að efla sjálfsöryggi kvenna stuðli að farsælli brjóstagjöf (Noel-Weiss, o.fl., 2006). Mikilvægt er að mæðurnar sjái fram úr vandanum og viti að verkir í geirvörtum við brjóstagjöf eru í flestum tilvikum tímabundið vandamál sem tengist upp- hafi brjóstagjafar. Hér kom fram mikil- vægi fræðslu um brjóstagjöf, að mæðurnar vissu hvers var að vænta. Mæðurnar lýstu því að fullvissa þeirra um að komast út úr vandanum hefði hjálpað þeim að komast í gegnum þetta tímabil. Hér kom sjálfsöryggi mæðranna sterkt fram og jákvæð áhrif þess á framvindu brjóstagjafar. Mæðurnar sem héldu brjóstagjöfinni áfram þrátt fyrir verki við gjöf, höfðu fulla trú á eigin getu til að komast út úr vandanum. Rannsóknir sýna að gott sjálfsöryggi og sjálfstraust hefur jákvæð áhrif á framvindu brjósta- gjafar og eykur líkur á að konur hafi börn

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.