Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Page 38
 38 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Lykilorð: Meðganga, heimilisofbeldi, makaofbeldi, þolendur heimilisofbeldis, fyrirbærafræði, viðtöl. Inngangur Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar “Heimilisofbeldi á meðgöngu og endranær frá sjónarhóli kvenna” sem hér er kynntur er að dýpka þekkingu og auka skilning á reynslu íslenskra kvenna af mönnum sem beita þær ofbeldi á heimili sínu. Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum er al- þjóðlegt vandamál sem hefur skaðleg áhrif á líf og heilsu fjölmargra kvenna. Hagem- ann-White, Katenbrink og Rabe (2006) benda á að samkvæmt skýrslu Mannrétt- indadómstólsins í Strassburg eru konur sem verða fyrir slíku ofbeldi í aukinni áhættu á að missa fóstur, meiri hætta er á fóstur- skaða, þær verða oftar þungaðar án þess að vilja það og eru í meiri hættu á að fá kynsjúkdóma og verða ófrjóar. Algengt er að konur sem búa við heimilisofbeldi þjáist af andlegum, líkamlegum og félagslegum kvillum svo sem langvinnum verkjum, kvíða, streitu, áráttuhegðun, þunglyndi og átrösk- unarsjúkdómum eins og offitu, lystarstoli og lotugræðgi. Þær eru í meiri hættu á að nota hvers kyns vímuefni, þær eru fimm sinnum líklegri til að þurfa á geðlæknisþjónustu að halda og fimm sinnum líklegri til að reyna sjálfsmorð. Þá eru heilsufarsvandamál sem tengd eru heimilisofbeldi margvísleg s.s. marblettir, tognanir, skurðir, afrifur og skert hreyfigeta (Hegemann-White, Katenbrink & Rabe, 2006). Á hverju ári er tilkynnt um ofbeldisverk sem framin eru innan veggja heimilisins en talið er að flest slík ofbeldisverk séu aldrei tilkynnt til lögreglu (Kennedy, Forde, Smith & Dutton, 1991; Krishnan, Hilbert, VanLeeu- þær hafi aldrei fengið frið fyrir mönnunum og að þær hafi stöðugt verið á varðbergi og hafi aldrei vitað hvað kæmi næst. Menn- irnir beittu allir ofbeldi þannig að börnin sáu og heyrðu. Ofbeldið fannst konunum hafa þann megintilgang að skelfa þær og niður- lægja. Mikilvægt er að dýpka þekkingu og skilning á heimilisofbeldi frá sem flestum sjónarhólum vegna þeirra alvarlegu afleið- inga sem ofbeldi hefur á þolendur. Útdráttur Rannsóknir benda til þess að menn sem beita ofbeldi á heimili sínu eigi margt sameigin- legt. Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar “Heimilisofbeldi á meðgöngu og endranær frá sjónarhóli kvenna” sem hér er kynntur var að dýpka þekkingu og auka skilning á reynslu íslenskra kvenna af mönnum sem beita þær ofbeldi á heimili sínu á meðgöngu og endranær með áherslu á lýsingu þeirra á mönnunum og ofbeldi þeirra. Rannsókn- araðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbæra- fræði sem hentar vel til að rannsaka mannleg fyrirbæri. Tekin voru 15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 18-72 ára, meðalaldur þeirra var 37 ½ ár. Í frásögnum kvennanna kom fram þeirra mat að sex þættir voru öllum ofbeldis- mönnunum sameiginlegir: skapvonska, ofur afbrýðissemi, ofur stjórnsemi, ógnandi hegðun, harkaleg viðbrögð við smámunum og niðurlæginga þörf. Allir mennirnir beittu andlegu ofbeldi strax eða mjög stuttu eftir að samband hófst. Níu mannanna beittu líkamlegu ofbeldi, sex beittu fjárhagslegu ofbeldi og átta beittu kynferðisofbeldi í samböndunum. Flestir beittu að minnsta kosti tveimur tegundum ofbeldis. Flestir mennirnir voru alkóhólistar en sumir þurrir. Þrír notuðu vímuefni og sumir þeirra voru ekki í fastri vinnu. Konurnar töluðu um að menn sem skelfa og niðurlægja Reynsla íslenskra kvenna af mönnum sem beita þær ofbeldi á heimili sínu á meðgöngu og endranær Ástþóra Kristjánsdóttir ljósmóðir MSc Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hvammi. Sigríður Halldórsdóttir prófessor og deildarformaður framhalds- námsdeildar Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri. „Ofbeldi gegn konum er líklega skammarlegasta mannréttinda- skerðingin og líklega sú út- breiddasta. Hún er ekki bundin landamerkjum, menningu eða efnahag. Svo lengi sem ofbeldi gegn konum viðgengst getum við ekki sagt að við séum að ná nokkrum árangri í átt að meira jafnrétti, þróun og frið.“ (Kofi Annan, 2003, bls. 8). Rannsókn

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.