Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Síða 41
 41júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið kom upp. Þeim var sumum eðlilegt að ljúga og svíkja. Þessir menn einangruðu konuna frá vinum og fjölskyldu og fylgdust stöðugt með hvað hún var að gera og konan þurfti stöðugt að gera grein fyrir gerðum sínum. Þeim fannst fjölskylda konunnar stjórnsöm og frek og reyndu gjarnan að eyðileggja samband kvennanna við foreldra sína. Margar konurnar voru miður sín yfir fram- komu mannanna við foreldra þeirra. Inga lýsir þessu með eftirfarandi hætti: „Sko hann setti ekki bara út á mig þú veist heldur bara alla fjölskylduna, það var svona eins og það væri svona „ missionin” hjá honum að fá mig upp á móti þeim”. Undir þetta tekur Dísa og segir að hann hafi alltaf verið vondur við foreldra hennar: „Það eina sem mér fannst svo agalegt, hann var svo vondur við pabba og mömmu“. Nanna tekur undir með Ingu og Dísu og segir: „Smám saman einangrar hann mig frá vinum og vandamönnum og er með mér bara alltaf og alltaf að passa mig. Og staðan var orðin þannig að ég hafði ekki verið í sambandi við fjölskylduna mína í tvö ár. Ég var svona í hálfgerðri prísund”. ekki tala um mál sem skiptu fjölskylduna máli og sýndu barni/börnum engan áhuga heldur jafnvel ofbeldi. Allt var slétt og fellt á yfirborðinu, þeir viðhöfðu fagurgala og áttu auðvelt með að tala og fá fólk til að trúa sér. Margir eru þeir sjarmerandi og sakleysislegir. Þeir töluðu gjarnan fyrir konu sína. Margir voru orðljótir og afbrýðisamir á heimilinu. Mennirnir sýndu ógnandi hegðun, skemmdu eigur fjölskyldunnar og brugðust harkalega við smámunum. Tveir voru árásargjarnir og alltaf til í slagsmál, voru stöðugt að bregða fyrir konu sína fæti og hrinda þeim til þannig að þær lentu á einhverju sem gaf mar. Þeir settu mikið út á konuna, útlit hennar og klæðnað, hvernig hún ól upp börnin og gerði hlutina, alltaf eitthvað sem var ekki rétt. Sumir voru með ofbeldislöngun og niðurlægingarþörf. Nokkrir mannanna höfðu alist upp í fjöl- skyldum þar sem mikið ofbeldi var og áttu föður sem beitti móður þeirra ofbeldi. Í fjöl- skyldum þeirra virtist hafa verið mikið um rifrildi og eðlilegt virtist þykja að tala ekki við fjölskyldu sína í einhvern tíma eftir að ósætti alltaf með marbletti á upphandleggjum og á fótleggjum.“ Það sem virtist einkenna þessa menn var skapvonska, það var ekkert að hjá þeim, allt var konunni að kenna. Þeir virtust ekki vera í sambandi við eigin tilfinningar og tengsl þeirra við konurnar voru kvíðakennd. Þeir settu mikið út á útlit konunnar og sýndu henni lítilsvirðingu, töluðu niður til hennar og vógu að henni sem móður og sem mann- eskju. Konurnar fengu enga hjálp hjá mann- inum með heimilið eða börnin. Þeir höfðu ekki skilning á tilfinningum og þörfum konunnar og gátu ekki sett sig í hennar spor. Linda sagði:„Hann sagði að ég væri ómöguleg og þarna já og glötuð og feit og þyrfti að fara í megrun … þetta gekk svona út á hvernig ég væri og gerði ekkert rétt... Það gekk út á þetta … en aftur á móti hann var alveg alveg fullkominn”. Hún bætir við: „(þögn) þetta var alveg ótrúlegt að búa svona, að maður skyldi hafa haldið þetta út sko, en sem betur fer voru þetta bara fjögur ár“ (grætur). Mennirnir gáfu ekkert af sér og vildu Tilbúin nöfn Aldur manna Menntunarstig manna Atvinna manna Fíkn Stjórn- semi Sjálfs- álit Sjálfsmorð- hótun/tilraun Lýsing á ofbeldinu Andri 20-25 Háskóli Viðskipti Á 5 5 Nei L/K/A/F Bragi 35-40 Iðnskóli Iðn Á 4 5 Nei A/F Einar < 20 Grunnskóli Verkamaður Nei 4 5 Nei A/L Finnur 20-25 Grunnskóli Verkamaður Á/F 5 5 Já A/L/K/F Garðar 25-30 Háskóli Stjórnun Á 4 4 Já A/L Heiðar < 20 Grunnskóli Verkamaður Á/F 5 5 Nei A/L/K/F Ingvar 25-30 Háskóli Viðskipti Á/F 5 5 Já A/L/K/F Karl 20-25 Háskóli Viðskipti Á 4 5 Nei A/L/F Leifur < 20 Grunnskóli Verkamaður Á/F 3 -4 Já A/L/K Magnús 20-25 Grunnskóli Verkamaður F 2 -4 Já A/L/K Ragnar 25-30 Menntaskóli Nemi Nei 5 -4 Nei A/K Þór 20-25 Grunnskóli Verkam/nemi Á/F 5 4 Já A/L/K/F Andlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi felur í sér niðurlægjandi hegðun sem hefur það að markmiði að ná stjórn eða valdi á maka eða leiðir til slíkra yfirráða. Andlegt ofbeldi getur birst í mörgum myndum svo sem niðurlægjandi athugasemdum, ógnunum, hótunum, því að skemma hluti sem konunni finnst vænt um og eftirliti sem felst í því að konan þarf stöðugt að gera grein fyrir ferðum sínum og gerðum. Andlegu ofbeldi fylgir yfirleitt afneitun ofbeldis, þvinganir, einangrun og fleira. Þetta er hegðun sem leiðir til ofríkis þess sem henni beitir eða styrkir slíka hegðun. Líkamlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi kemur oft í kjölfar andlegs ofbeldi. Það kemur fram í mörgum myndum eins og: Konan er hrist, lamin, kýld, klóruð, brennd, rasskellt, tekin kverkataki, svelt, bundin, stungin, heitu vatni hellt á hana, barin með hlutum, hlutum hent í hana, henni hrint og hent til. Oft gætir ofbeldismaðurinn þess að merki líkamlegs ofbeldis dyljist undir fötum konunnar en oft vill hann líka að þau sjáist þannig að konan fari ekkert út. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi kemur meðal annars fram í að kona er þvinguð til kynlífsathafna sem hún er mótfallin eða kynferðislegum svívirðingum. Maðurinn þvingar hana til að horfa á klámmyndir og skoða klámblöð, nauðgar henni eða hótar nauðgun, hótar smitun kynsjúkdóma, þvingar í vændi eða hindrar brjóstagjöf. Fjárhagslegt ofbeldi Meðal þess sem fellur undir fjárhagslegt ofbeldi er takmörkun aðgangs að peningum. Maki skammtar konunni peninga sem duga vart fyrir nauðsynjum, konan verður að gera grein fyrir hverri krónu, maki heldur stöðu fjármála leyndri fyrir konunni, kemur í veg fyrir að hún vinni sér fyrir launum eða ráðstafar launum hennar, tekur af henni alla peninga svo sem arf eða innistæðu í bankabók, ráðstafar einn sameiginlegum peningum þeirra o.fl. Tafla 3. Yfirlit yfir ofbeldismennina Skýringar: Atvinna. Nokkrir mennirnir voru sífellt að skipta um vinnu og atvinnulausir þess á milli. Fíkn (þ.e. áfengis- (Á) eða fíkniefnavandamál (F). Stjórnsemi. Mjög mikil =5, Mikil=4, Hvorki mikil né lítil=2, Lítil=1, Engin=0. Meðaltal: 4.25. Sjálfsálit mannsins. Mjög mikið=5, Mikið=4, Hvorki mikið né lítið=0, Lítið= -4, Mjög lítið= - 5. Lýsing á ofbeldinu, A=Andlegt ofbeldi, L=Líkamlegt ofbeldi, F=Fjárhagslegt ofbeldi og K=Kynferðislegt ofbeldi. Allir notuðu fleiri en eina tegund ofbeldis. Enginn hafði verið formlega greindur með geðveiki á meðan konan bjó með manninum, tveir síðar. Enginn hafði verið formlega greindur með þunglyndi. Fjórir af mönnunum bjuggu sjálfir við heimilisofbeldi í æsku og einn var mikið ofverndaður og alltaf hans máli tekið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.