Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 43

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Side 43
 43júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið stjórni henni og geti drepið hana. Hann talar stöðugt niður til hennar þar til hún trúir að hún geti ekkert gert. Í öðru lagi trúi konan ekki að hún geti flúið. Hún er kvíðin og þunglynd og vantar allt sjálfstraust. Í þriðja lagi heldur ofbeldismaðurinn konunni ein- angraðri frá umheiminum, frá fjölskyldu og vinum og fylgir henni hvert sem hún fer þar til konan trúir að hún geti ekki flúið ástandið. Hún trúi því sem maður hennar segir henni, að enginn trúi henni og að sambönd eigi að vera svona. Í fjórða lagi heldur hún í trúna um að ofbeldismaðurinn sé ekki alvondur. Hann biður hana fyrirgefningar eftir að hann hefur misst stjórn á sér og gefur henni gjafir og segist aldrei ætla að beita hana ofbeldi aftur. Konan heldur í vonina um betra líf og að hann verði betri eins og hann lofar alltaf. Hann sé nú ágætur þar sem hann leikur sér stundum við börnin og hann leyfði henni að heimsækja mömmu sína (Wallace, 2007). Samkvæmt Alþjóða Heilbrigðismála- stofnuninni (WHO, 2002) slíta konur of- beldissambandi af mörgum ástæðum en þó einkum vegna alvarleika ofbeldisins, áhrifa ofbeldis á börnin og vegna hvatningar frá vinum eða fjölskyldu. Þær sem hins vegar ekki slíta ofbeldissambandinu bera því við að þær séu hræddar um afleiðingarnar eins og aukið ofbeldi, hræddar við að missa börn sín og að valda fjölskyldunni skömm. Konur með lélega fjárhagsstöðu eiga erfiðara með að fara frá mönnum sínum vegna áhyggna af afkomu sinni og barna sinna. Í skýrslu frá Samtökum um Kvennaathvarf (2008) segja flestar konurnar, sem þar hafa verið og hafa farið frá ofbeldismönnunum, að þær hafi farið einfaldlega af því að mælirinn var full- ur, aðrar af því að ofbeldið var orðið grófara en áður. Þær fara til dæmis eftir nauðgun, aðrar draga mörkin við ofbeldi gagnvart börnunum eða hótun um það. ÁLYKTANIR Af öllu sem á undan er ritað sést hvað það er mikilvægt að spyrja konur á meðgöng- unni um heimilisofbeldi og hjálpa konunum eins og þær vilja sjálfar. Koma þarf fræðslu út í þjóðfélagið um hvað heimilisofbeldi er alvarlegt. Það er lífsnauðsynlegt að þjóðfé- lagið og heilbrigðisstarfsmenn geri sér grein fyrir þessu og hagi meðferð sinni í samræmi við það. Konurnar í þessari rannsókn voru sammála um að ofbeldi er ólíðandi og að nauðsynlegt er að draga það fram í dags- ljósið og byrja miklu fyrr að fræða fólk um í meðhöndlun þeirra ef þeir fá rétta meðferð en lengi vel hafi meðferð þeirra verið mjög ábótavant. Eru flestir þessara manna sem lýst er af konunum í þessari rannsókn með vangreinda jaðarpersónuleikaröskun? Það er verðug spurning. Sjálfsmorðshótanir og sjálfsmorðstilraunir ofbeldismannanna Helmingur ofbeldismannanna höfðu hótað að fremja sjálfsmorð eða gert tilraun til þess þegar konurnar sögðust ætla að fara úr ofbeldissambandinu. Sjálfsmorðshótanir og sjálfsmorðstilraunir eru fremur algengar hjá mönnum sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Í rannsókn Conner, Cerulli og Caine (2002) komust þau að þeirri niður- stöðu að 45.5% þeirra 101 ofbeldismanna sem tóku þátt í þeirra rannsókn hafði hótað sjálfsmorði og 12.9% höfðu gert sjálfs- morðstilraun. Flestar hótanir voru innan hálfs árs frá hjónaskilnaði/sambandssliti (70.5%) og fram til þess að konurnar báðu um nálgunarbann á mennina. Flestir rann- sakendur hafa flokkað hótum um sjálfsmorð undir andlegt ofbeldi (Shepard & Campbell, 1992; Tolman, 1999). Flestir rannsakendur telja að ofbeldismenn sem hóta sjálfsmorði séu hættulegri ofbeldismenn en aðrir og séu sjúkari en aðrir (Tweed & Dutton, 1998). Áfengi og ofbeldi Meirihluti ofbeldismannanna í þessari rann- sókn áttu við áfengisvandamál að stríða. Einn af áhættuþáttunum sem hafa verið greindir í tengslum við ofbeldi í nánum sam- böndum er áfengisneysla (Lundenberg, Stith, Penn & Ward, 2004; Luthra & Gidycz, 2006) og þá einkum hjá karlmönnum (Rapoza & Baker, 2008). Hins vegar benda rann- sóknir til að áfengisneyslan geti verið afsök- unin fyrir ofbeldinu fremur en raunveruleg ástæða (Rapoza & Baker, 2008; Williams & Smith, 1994). Hvað veldur því að kona ákveður að fara eða fara ekki úr ofbeldissambandi? Til að skilja af hverju konur eru oft lengi að losa sig úr ofbeldissambandi er vert að rifja upp Stokkhólmsheilkennið (Stockholm syn- drome) sem hefur verið lýst af Pat Wallace (2007). Hún telur að konur sem búi við heimilisofbeldi hafi Stokkhólmsheilkennið. Í fyrsta lagi trúi konan að maður hennar afneiti því oft að þeir hafi tilfinningar. Þá safnast ótjáðar tilfinningar upp og úr verður eldgos þegar eitthvað lítilsháttar fer úrskeið- is. Mennirnir í þessari rannsókn kenndu kon- unum sínum oft um ofbeldið, þær hafi valdið “eldgosinu” sem kemur heim og saman við rannsókn Anderson og Umberson (2001). Kvíðakennd tengslamyndun og ofbeldi Sumar konurnar kvörtuðu undan því að tengsl mannanna við þær hefðu verið kvíðakennd. Kvíðakennd tengslamyndun hefur verið tengd bæði við líkamlegt ofbeldi við sambandslit (Davis, Shaver & Vernon, 2003) og andlegt og líkamlegt ofbeldi (Or- cutt, Garcia og Pickett, 2005). Sumir rann- sakendur hafa eingöngu fundið tengsl milli kvíðakenndrar tengslamyndunar og ofbeldis hjá karlmönnum (Roberts & Noller, 1998). Jaðarpersónuleikaröskun og ofbeldi Vísbendingar eru um að jaðarpersónu- leikaröskun tengist heimilisofbeldi (Allen & Farmer, 1996; Dutton & Starzomski, 1993). Sálfræðingarnir Gylfi Ásmundsson (1999) og Eggert S. Birgisson (e.d.) (2011) hafa bent á að jaðarpersónuleikaröskun komi fram í atferli einstaklingsins og komi niður á öðru fólki fremur en honum sjálfum. Hann hefur laka stjórn á hvötum sínum og á erfitt með að tengjast öðrum nánum til- finningaböndum. Hann hefur tilhneigingu til að sjá heiminn í öfgakenndri svart-hvítri mynd og skynjar ekki hve truflandi áhrif hann hefur á aðra. Dr. Jakob Smári (2010), prófessor í sálarfræði við H.Í. bendir einnig á sveiflukennt geðslag, hvatvísi, reiðiköst, óljósa eða óstöðuga sjálfsmynd, stöðuga tómleikakennd og stormasöm sambönd við annað fólk. Einn helsti vandi þessara einstaklinga er vanhæfni til þess að þola sterkar geðshræringar, óstöðugleiki í mann- legum samskiptum, erfiðleikar í að stjórna reiðitilfinningu, sjálfseyðileggjandi hegðun, sjálfsvígshótanir eða tilraunir til slíks og að einstaklingurinn er háður öðrum, leitar eftir nánd en á erfitt með að nýta sér hana (Eggert S. Birgisson, e.d., 2011; Gylfi Ás- mundsson, 1999; Jakob Smári, e.d., 2010). Í raun eru lýsingar þessara sálfræðinga í samræmi við lýsingar flestra kvennanna. Flestir með jaðarpersónuleikaröskun fá ekki greiningu og því enga meðhöndlun en sam- kvæmt Gunderson (2009) eru góðar horfur Andlegt ofbeldi Fjárhagslegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi Setur stöðugt út á konuna og niðurlægir hana Skammtar pening mjög naumt Lemur, ber, slær, kýlir, reynir að kyrkja Neyðir til kynlífs Er ógnandi í orðum og athöfnun Konan þarf að gera grein fyrir eyðslu sinni Bregður fyrir fæti, hrindir og skellir höfði í vegg Neyðir til kynlífsleikja Bregst harkalega við smámunum Konan þarf að skila afgangi Ýtir að konu lyfjum og dópi Neyðir til ofbeldisfulls kynlífs Vegur að konunni sem móður og manneskju Er nískur á konuna en ekki sjálfan sig Tekur af konu þunglyndis- og svefnlyf Festir konu með því að geta henni barn Hótar sjálfsmorði

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.